Postullegar bænir = dynamískar bænir
19.4.2008 | 08:07
Og núna kemur síðasti hluti postullegu bænanna (fann ekki fleiri - kannski þið?). Ég er einmitt að klára nám sem ég er í svo þetta kemur slitrótt. En einmitt með þessum bænum byggi ég upp væntingar mínar til Guðs, þessar dynamisku (kraftvirku) væntingar að Guð hjálpi mér að yfirvinna sjálfan mig, værukærð og leti og gefi mér af visku sinni og þolgæði og að ég fái sýn hans á þetta verkefni. Ég tek á móti ALLRI Guðs fyllingu !!! - núna! og þessvegna beygi ég kné mín fyrir föðurnum.
Efe 3.14-21
14. Þess vegna beygi ég kné mín fyrir föðurnum,
15. sem hvert faðerni fær nafn af á himni og jörðu.
16. Megi hann gefa yður af ríkdómi dýrðar sinnar að styrkjast fyrir anda sinn að krafti hið innra með yður,
17. til þess að Kristur megi fyrir trúna búa í hjörtum yðar og þér verða rótfestir og grundvallaðir í kærleika.
18. Þá fáið þér ásamt öllum heilögum skilið, hve kærleikur Krists er víður og langur, hár og djúpur, og komist að raun um hann,
19. sem gnæfir yfir alla þekkingu, og náið að fyllast allri Guðs fyllingu.
Kol 4.12
Einnig biður Epafras að heilsa yður, sem er einn úr yðar hópi. Hann er þjónn Krists Jesú og berst jafnan fyrir yður í bænum sínum, til þess að þér megið standa stöðugir, fullkomnir og fullvissir í öllu því, sem er vilji Guðs.
Hebr 13.18a+19
18. Biðjið fyrir oss!
19. Ég bið yður enn rækilegar um að gjöra þetta, til þess að þér fáið mig brátt aftur heimtan.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.