Postullegar bænir = nitroglyserinbænir

Kannski við nánari athugun líkjast þessar bænir sprengiefninu nitroglyserini.  Það felst í þeim sprengikraftur þeim sem trúir en ég hef þurft að beita þeim og (OG!!) ég hef líka þurft að ganga fram í trúarfullvissu þess að Jesús sé Drottinn.  Og að í HONUM búi öll fylling guðdómsins líkamlega.  Enda stefni ég á fullþroska og að ná vaxtartakmarki Krists fyllingar. 

1Tim 2.1-4
1. Fyrst af öllu áminni ég um að bera fram ákall, bænir, fyrirbænir og þakkargjörðir fyrir öllum mönnum,
2. fyrir konungum og öllum þeim, sem hátt eru settir, til þess að vér fáum lifað friðsamlegu og rólegu lífi í allri guðhræðslu og siðprýði.
3. Þetta er gott og þóknanlegt fyrir frelsara vorum Guði,
4. sem vill að allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum.
 

2Þess 3.1-2
1. Að endingu, bræður: Biðjið fyrir oss, að orð Drottins megi hafa framgang og vegsamast eins og hjá yður,
2. og að vér mættum frelsast frá spilltum og vondum mönnum.
 

Efe 6.18-20
18. Gjörið það með bæn og beiðni og biðjið á hverri tíð í anda. Verið því árvakrir og staðfastir í bæn fyrir öllum heilögum.
19. Biðjið fyrir mér, að mér verði gefin orð að mæla, þá er ég lýk upp munni mínum, til þess að ég kunngjöri með djörfung leyndardóm fagnaðarerindisins.
20. Þess boðberi er ég í fjötrum mínum. Biðjið, að ég geti flutt það með djörfung, eins og mér ber að tala.
 

Efe 3.13
13. Fyrir því bið ég, að þér látið eigi hugfallast út af þrengingum mínum yðar vegna. Þær eru yður
til vegsemdar.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Þú ert í góðu stuði Ragnar Sennilega hefur aldrei verið jafn mikilvægt að biðja fyrir stjórnendum í fyrirtækjum bæjarstjórnum og síðast en ekki síst hinu háa alþingi, til þess að við fáum lifað við frið, og þó þá siðprýði sem er enn til staðar  en sem almennt hefur því miður hningað verulega. Svo því verðum við að taka á í bæninni! og biðja um leiðsögn og visku Drottins allsherjar till allra sem fara með stjórn ( og allsekki gleyma bankastjórnendum)

1. Fyrst af öllu áminni ég um að bera fram ákall, bænir, fyrirbænir og þakkargjörðir fyrir öllum mönnum,
2. fyrir konungum og öllum þeim, sem hátt eru settir, til þess að vér fáum lifað friðsamlegu og rólegu lífi í allri guðhræðslu og siðprýði.

Guðrún Sæmundsdóttir, 14.4.2008 kl. 00:01

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Ragnar. Frábært hjá þér. Kröftugt Guðs orð.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.4.2008 kl. 01:36

3 identicon

Það sem er kannski best við þessar postulegu bænir að þær kalla okkar til  ábyrgðar okkar gangvart hvort öðru og samfélaginu sb. kóngar og aðra fyrirmenn.

Einnig þessi bæn: Fyrir því bið ég, að þér látið eigi hugfallast út af þrengingum mínum yðar vegna. Þær eru yður til vegsemdar. Þrengingarnar eru okkur til vegsemndar því Hann fær að vinna og gera sitt, einmitt ekki að láta hugfallast þó ekki gangi allt samkvæmt því sem ég óska heldur eins og Hann hefur fyrirhugað, það veitir styrk, getu til þess að standast hvað sem er.  Þrenging sem er mér til vegsemndar.  Því ég hef læt ekki hugfallast. Hvort sem það er lítil raun eða stór, maður gæti sagt ef ég stend ekki í litlu rauninni þá stend ég ekki þegar sú stóra kemur. Spennandi. 

Hildur

Hildur 


Hildur Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 09:54

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæll Ragnar minn
Gleðilegt sumar.
Takk fyrir frábær kynni hér í bloggheimum.
Drottinn blessi þig og fjölskylduna.
Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.4.2008 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband