Postullegar bænir = kjarnorkubænir
11.4.2008 | 07:52
Og áfram heldur rannsóknin: bænir eins og þessar, sem eru kannski fyrir flestum lítið annað en blek á pappír, eru burðarvirki krafts heilags Anda og fylla trúaða mætti sem veitir kraft hinum þreytta og gnógan styrk hinum þróttlausa. Þeir sem vona á Drottinn fá nýjan kraft, þeir fljúga upp á vængjum sem ernir. Þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir ganga og þreytast ekki. Og það besta er, þessi vitnisburður er óhrekjanlegur !!
Efe 1.17-23
17. Ég bið Guð Drottins vors Jesú Krists, föður dýrðarinnar, að gefa yður anda speki og opinberunar, svo að þér fáið þekkt hann.
18. Ég bið hann að upplýsa sálarsjón yðar, svo að þér skiljið, hver sú von er, sem hann hefur kallað oss til, hver ríkdómur hans dýrlegu arfleifðar er, sem hann ætlar oss meðal hinna heilögu,
19. og hver hinn yfirgnæfandi máttur hans við oss, sem trúum.
Kol 4.2-4
Verið staðfastir í bæninni. Vakið og biðjið með þakkargjörð.
3. Biðjið jafnframt fyrir oss, að Guð opni oss dyr fyrir orðið og vér getum boðað leyndardóm Krists. Hans vegna er ég nú bundinn.
4. Biðjið, að ég megi birta hann eins og mér ber að tala.
Róm 15.13
13. Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni, svo að þér séuð auðugir að voninni í krafti heilags anda.
2Þess 1.11-12
11. Þess vegna biðjum vér og alla tíma fyrir yður, að Guð vor álíti yður maklega köllunarinnar og fullkomni allt hið góða, sem þér viljið og vinnið í trú og með krafti Guðs,
12. svo að nafn Drottins vors Jesú verði dýrlegt í yður og þér í honum fyrir náð Guðs vors og Drottins Jesú Krists.
Fíle 4-6
4. Ég þakka Guði mínum ávallt, er ég minnist þín í bænum mínum
5. Því að ég heyri um trúna, sem þú hefur á Drottni Jesú, og um kærleika þinn til hinna heilögu.
6. Ég bið þess, að trú þín, sem þú átt með oss, verði mikilvirk í þekkingunni á öllu því góða, sem tilheyrir Kristi.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Þeir sem vona á Drottinn fá nýjan kraft, þeir fljúga upp á vængjum sem ernir. Þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir ganga og þreytast ekki.
Nú ertu sko kominn í kjarnorkuna!! En þessi bæn hefur líka hjálpað mér mikið við að ná líkamlegri heilsu, ég lifi þetta orð þegar að ég er á göngubrettinu og er að gefast upp en þá bregst það ekki að ég fæ aukinn styrk!
Efe 1.17-23
17. Ég bið Guð Drottins vors Jesú Krists, föður dýrðarinnar, að gefa yður anda speki og opinberunar, svo að þér fáið þekkt hann.
18. Ég bið hann að upplýsa sálarsjón yðar, svo að þér skiljið, hver sú von er, sem hann hefur kallað oss til, hver ríkdómur hans dýrlegu arfleifðar er, sem hann ætlar oss meðal hinna heilögu,
19. og hver hinn yfirgnæfandi máttur hans við oss, sem trúum.
Þetta orð er mér afar dýrmætt og hefur fleytt mér í gegn um margar lífsins raunir, Drottins kraftur er ofarhverri tign valdi og mætti, þar meðtalið sorg kvíða og öðrum lífsins raunum.
Guð blessi þig og fjölskyldu þína Ragnar
Guðrún Sæmundsdóttir, 11.4.2008 kl. 15:01
YNDISLEG samantekt hjá þér, þúsund þakkir fyrir þetta þetta talað svo innilega til mín Bæti þér í Rss straum hjá mér. svo ég missi ekki af neinu sem frá þér kemur.
knús.
Linda, 11.4.2008 kl. 15:44
Særingaþulur?
Brynjólfur Þorvarðsson, 11.4.2008 kl. 17:34
Sæll Ragnar minn.
Frábær pistill.
Yndisleg orð úr Biblíunni sem þú raðaðir saman í pistilinn.
Guð blessi þig og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.4.2008 kl. 11:51
Það eru lykil vers sem koma manni í gegnum hvað sem er með hjálp Drottins þegar maður talar þau út...
Dæmi; allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gjörir.
Postullegu fyrirbænirnar hafa kröftugt innihald og engin spurning að það virkar að biðja þær út
kærar þakkir Ragnar
Árni þór, 12.4.2008 kl. 19:32
Þakka ykkur Guðrún, Linda, Rósa og Árni. Þið eigið sömu hlutdeild og ég í þessarri fyllingu. Jafn vel skil ég líka þitt innlegg Brynjólfur, fyrir þér hlýtur þetta að vera býsna mikið hókuspókus. Og það dásamlega er að þú ert ekki alls ekki á rangri braut því bænin hefur vissulega yfirskilvitlegan kraft - er í eðli sínu á sviði hins yfirnáttúrulega. Haltu áfram að leita, þetta kemur.
Ragnar Kristján Gestsson, 13.4.2008 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.