Postullegar bænir = laserbænir

Ég hef verið að liggja yfir Biblíunni og skoða bænir postulanna, hvílíkt ríkidæmi af mögnuðum bænakrafti er þar að finna.  Samanþjappað ljós (Jóh 1.5) er jú kallað laser, kannski réttnefni yfir þessi orð séu laserbænir.  Þær er að finna allstaðar í NT og ég læt nokkrar fljóta með þessu til áréttingar og útskýringar.  Textinn er fenginn uppúr þýðingu Biblíunnar 1981.

Kol 1.9-12
9. Frá þeim degi, er vér heyrðum þetta, höfum vér því ekki látið af að biðja fyrir yður. Vér biðjum þess, að þér mættuð fyllast þekkingu á vilja Guðs með allri speki og skilningi andans,
10. svo að þér hegðið yður eins og Drottni er samboðið, honum til þóknunar á allan hátt, og fáið borið ávöxt í öllu góðu verki og vaxið að þekkingu á Guði.
11. Mætti hann styrkja yður á allan hátt með dýrðarmætti sínum, svo að þér fyllist þolgæði í hvívetna og umburðarlyndi og getið með gleði þakkað föðurnum.

1Þess 3.10-13
10. Og vér biðjum nótt og dag, heitt og af hjarta, að fá að sjá yður og bæta úr því, sem trú yðar er áfátt.
11. Sjálfur Guð og faðir vor og Drottinn vor Jesús greiði veg vorn til yðar.
12. En Drottinn efli yður og auðgi að kærleika hvern til annars og til allra, eins og vér berum kærleika til yðar.
13. Þannig styrkir hann hjörtu yðar, svo að þér verðið óaðfinnanlegir og heilagir frammi fyrir Guði, föður vorum, við komu Drottins vors Jesú ásamt öllum hans heilögu.

Hebr 13.20-21
20. En Guð friðarins, er leiddi hinn mikla hirði sauðanna, Drottin vorn Jesú, upp frá dauðum með blóði eilífs sáttmála,
21. hann fullkomni yður í öllu góðu til að gjöra vilja hans og komi því til leiðar í oss, sem þóknanlegt er í hans augum, fyrir Jesú Krist. Honum sé dýrð um aldir alda. Amen.

Fil 1.9-11
9. Og þetta bið ég um, að elska yðar aukist enn þá meir og meir að þekkingu og allri dómgreind,
10. svo að þér getið metið þá hluti rétt, sem máli skipta, og séuð hreinir og ámælislausir til dags Krists,
11. auðugir að réttlætis ávexti þeim, er fæst fyrir Jesú Krist til dýrðar og lofs Guði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll kæri trúbróðir.

Kærar þakkir fyrir kröftugt orð.

Bænin má aldrei bresta þig.
Búin er freisting ýmislig.
Þá líf og sál er lúð og þjáð,
lykill er hún að drottins náð.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.4.2008 kl. 10:23

2 Smámynd: Ruth

Yndislegt að lesa þetta já þarna kemur svo skýrt fram að vilji Guðs er að við vöxum í kærleikanum og elska okkar aukist  amen

Gaman að sjá þessa bæn Rósa ,ég lærði hana í Kaldárseli þegar ég var lítil

Guð blessi þig og fjölskyldu þína Ragnar og gefi þér gott frí  

Ruth, 10.4.2008 kl. 00:09

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Amen!

Takk fyrir þennan pistil Ragnar, sannarlega kraftmikil orð.

Guðrún Sæmundsdóttir, 10.4.2008 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband