Best varðveitta leyndarmál helvítis
9.3.2008 | 12:03
Mér þætti gott að fá einhverjar athugasemdir við þessu merkilega video sem ég fann á GodTube. Ég er enn að garfa í hvernig ég set videoglugga inn, þetta nálgast vissulega en er ekki komið enn... Sem dregur þó ekkert úr gæðum innihaldsins.
.
slóðin er http://www.godtube.com/view_video.php?viewkey=bb01943234bce7bf8453
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 15.3.2008 kl. 06:33 | Facebook
Athugasemdir
þú getur líka tekið html kóðan og vistað hann inn í html gluggan
Árni þór, 9.3.2008 kl. 16:10
Ég er ekki hrifinn af Way of the Master, því mér finnst þeir taka allt of klassískan amerískan pól í hæðinar þegar kemur að því að breyða út kristni.
Lögmálshyggjumenn sem einlbína á sekt og fall mannsins og breyða út kristni í hræðsluáróðri sem hin eina lækning gegn hinum banvæna sjúkdómi sem mun leiða þig til eylífs elds ef þú tekur ekki á móti Kristi. Hvernig getur fólk sem tekur á móti Jesú undir slíkri þumalskrúfu litið á hann sem annað en harðstjóra?
ÞAð er mín skoðun að þeir eru afvegaleiddir í boðskapnum.
Jakob (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 15:27
Þakka ykkur hjálpina, þetta er ekki alveg að gera sig. Og þakka þér Jakob fyrir athugasemdina. Þetta er einmitt það sem mér finnst svo athyglisvert, nú hef ég ekkert skipulagt Biblíuskólanám að baki en get þó ekki varist þeirri hugsun að margir sem hafa setst á skólabekk og stúderað undir handleiðslu hafi oft skoðanir í svipaða átt. Þú segir þá afvegaleidda í boðskapnum, örugglega er boðskapurinn fagnaðarerindið um Krist, að Hann sé kominn til að bjarga okkur frá ... já frá hverju? Syndum okkar augljóslega en laun syndarinnar er jú dómur á efsta degi og þar eftir eilífur dauði. Það er nú býsna alvarlegt mál hvernig sem litið er á það, nýtist okkur lítið á jörðinni að syngja hallelúja og busla síðan í eldsdýki hafandi hvorki kút né kork. Ef ég leita á biblía.is að "dóm" koma bara í nýja Testamentinu upp 35 staðir þar sem talað er um dómsdag, þá á ég eftir að skoða önnur leitarorð eins og "efsti dagur" o.þ.h. Ég sleppti m.a.s. alveg Opinberunarbókinni. En fyrst þetta er til staðar hvernig fær það þá brenglað mynd Krists - er Hann ekki bæði lambið OG ljónið?
Ragnar Kristján Gestsson, 10.3.2008 kl. 18:01
Þú kópíerar HMTL kóðan sem er til hliðar við myndböndin á Túbunni, ferð síðan í stjórnborðið þitt á mbl.is og gerir klárt fyrir færslu, klikkar síðan á þar sem stendur breyta í HTML ham, pastar kóðann þar, breytir síðan aftur í grafískan ham og þá ætti þetta að vera komið.
Georg P Sveinbjörnsson, 10.3.2008 kl. 22:43
Þakka þér Georg, reyndi þetta en fékk alltaf:
The embed code was not entered for this page correctly. Please check the embed code for any mistypes.
samt copy/paste-aði ég og átti ekkert við kóðann að öðru leiti.
Takk samt
Ragnar Kristján Gestsson, 11.3.2008 kl. 17:24
Þetta er ekki trúboð, þetta er kúgun. Talað er um trú sem að breyðist út með sverði, með ofbeldi. Hvað með þá trú sem breyðist út með andlegu ofbeldi? Ég er ekki á því að einhver geti frelsast í gegnum hræðslu.
Jakob (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 19:28
Ef um væri að ræða trúarbrögð (húmaníska samsuðu, e.k. heimspeki) væri það afar ósnjallt að tala um dóm heldur mun klókara að tala bara um jákvæða hluti: ást, frið og hamingju eilífa ef þú bara gengur með mér. Samkvæmt hugmyndinni að þú veiðir fleiri flugur með hunangi en ediki. En nú er til Guð sem birtir sjálfan sig í Biblíunni og skv. henni er þetta aðeins öðruvísi. Og trúin á Hann og hans einkason, Jesúm Krist, er það sem kallað er kristni. Allar aðrar leiðir heita síðan eitthvað annað. Ég frelsaðist svo sannarlega EKKI gegnum hræðslu en ég hef séð virkni Guðs míns og ber fyrir Honum óttablandna virðingu - Biblían talar um Guðhræðslu. Ég finn og upplifi í daglegu lífi mínu mun á því hvort ég geng með Honum eða ekki, og finn hvernig ákvarðanir sem ég tek hafa áhrif á það. Ég finn hvernig ég fyllist ást, friði og hamingju þegar ég fylgi Honum og tek meðvitaða ákvörðun oft á dag að halda fast í þessa tilfinningu enda gerir hún mér kleift að elska meðferðarsystkini mín. Þetta er mitt trúboð. Án Hans get ég þetta EKKI. Og að lokum mun ég standa þessum ákvörðunum mínum reikningsskil. Og þú líka.
Ragnar Kristján Gestsson, 11.3.2008 kl. 21:58
Þetta er ekki youtube þannig að þú verður að nota embedded kóðann <embed src="http://godtube.com/flvplayer.swf" FlashVars="viewkey=bb01943234bce7bf8453" wmode="transparent" quality="high" width="330" height="270" name="godtube" align="middle" allowScriptAccess="sameDomain" type="application/x-shockwave-flash" pluginspage="http://www.macromedia.com/go/getflashplayer" /></embed>
en þú verður að smella á html merkið á bloggfærslunni og við það breytist þessi slóð í html kóða ( það virkaði fyrir rest þannig hjá mér..) og þá stendur grafískur ham í staðinn fyrir html þegar þú ert búinn að "skeyta" þessarri slóð, þá á videoið að koma inn en minnir að þú þurfir að smella á grafískan ham og þá á vdeoið að birtast...en prófaðu þig áfram...þetta hefst ...
Agný, 14.3.2008 kl. 02:18
Sæll Ragnar, fagnaðarerindið um Jesú Krist er ekki að tala um helvíti og dóm, heldur að segja frá Jesú, reka út illa anda leggja hendur yfir sjúka og leiða þá til Krists. Helvítisboðskapurinn er fyrir þá sem hafa þekkingu en breiða hana ekki út. Kristur talaði ekki um helvíti við syndara heldur við fræðimenn, farísea og sadúkkea. Tala þú um Guð við fólk og slepptu helvítis talinu. Guð blessi þig og varðveiti í Jesú nafni Amen.
Aðalbjörn Leifsson, 15.3.2008 kl. 08:18
Er nú ekki sammála síðasta manni að sleppa tali um helvíti.. þótt hræðsluáróður eigi ekki að eiga sér stað að þá þarft samt að predika það að þessi staður sé til og Jesús kom til að frelsa okkur frá því að fara þangað. Það er ekki nóg að vera predika velmegunarboðskap sem kítlar eyrun á fólki, það þarf að segja allan sannleikan..
En ég er sammála Jakob með þennan þátt way of the master.. mér líkar ekki við það hvernig þeir reyna að fá fólk til að fá samviskubit, en það er samt eitt point í þessu sem er jákvætt og það er að allir menn hafa syndgað og skortir Guðsdýrð:)
Sigvarður Hans Ísleifsson, 15.3.2008 kl. 23:59
Þakka ykkur skrifin, fagnaðarboðskapur Jesú Krists er nefninlega einmitt sá að HANN kom til að fyrirgefa okkur syndir okkar (lausnarkaupin=aphesis) og frelsa okkur frá syndinni (apolytrosis) og þannig frá helvíti. Ef ekki er varað við syndinni og hvert sú leið liggur - þá er bara tiltölulega einhliða boðskapur eftir. Þá er bara predíkuð ást en ekki sá hluti kærleikans sem talar sannleikann um syndina (konan við brunninn). Sem aftur útskýrir það sem mér fannst athyglisvert í myndbandinu: burtfall hinna nýfrelsuðu. Ég er örugglega hvorki hlynntur hræðsluáróðri né einhverri ofuráherslu á syndina (það vill enginn snúa til baka til þeirra helgreipa sem miðaldakirkjan hélt fólki í) en þetta er samt alvarlegt mál, sjá líka Hebr.12:14 hvað gerist ef við stundum ekki frið við alla menn og helgun (eða 10:31).
Er samviskubit ekki eitthvað sem maður fær þegar maður gerir hið ranga gegn betri vitund?
Höfum við fræðimenn, farísea og saddúkea í dag?
Ragnar Kristján Gestsson, 16.3.2008 kl. 09:43
Merkilegt hvað við manneskjurnar þurfum alltaf að vera að finna hjólið upp aftur og aftur....The Secret er ekkert annað en boðskapur jesú en bara í öðrum búningi..Hver segir að það sé rangt ..við munum fá að vita það á hinsa degi..
En...hversvegna þarf alltaf að vera að gefa út nýjar námsbækur um sama efnið en þær heita bara ekki það sama ef að það væri ekki til þess að ná til fjöldans á annan hátt þó svo það sama liggi að baki.....Sumir halda því fram af því að ég geri þetta og /eða geri ekki þetta þá sé ég ekki trúuð manneskja..Guð gaf okkur eitt. Það var frelsi..það þýðir í mínum huga að ég hef val sem ég get notað til að trúa með eigin nefi....hjarta´en ekki bara vera einhver já dúkka ....sem er alltaf sammála síðasta ræðumanni.....Ég ætla ekki að fara að útlista mínar trúarkenningar/skoðanir hér en mig minnir að þú finnir eitthvað um þær inni á andleg málefni á http://www.alvaran.com Svo óska ég þér kæri vinur og þinni fjölskyldu gleðilegra páska (þó svo föstudagirinn sé tvöfaldiur sorgardagur í mínum huga, bróðir minn dó þá fyrir 30 árum síðan ekki á krossi en kaðli 10 ára gamall..svona getur leikur/hugmydaflug farið úr "böndunum"....)
Ég er þakklát fyrir eitt að síðustu samskifti okkar voru falleg og góð ,en það sem hann sagði er meitlað í huga minn..reikna með að hefðu kveðju orðin verið ljót að þá væru þau enn meira meitluð í huga minn..mannskepnan er jú þannig að við tökum meira eftir neikvæðu/ljótu ..ég er allavega þakklát fyrir að okkar kveðjustund var ekki sú síðari.....og að við sögðum "bless"... Munum að segja bless (blessaður sért þú) í hvert sinn þegar maður fer ´út úr húsi..við alla..hver veit hvenær maður segir síðast bless/kveður viðkomandi ......og höfum þor til að tjá okkar tilfinninar sérstaklega þær jákvæðu við viðkomandi.....svo við þurfum ekki að sitja í kirkjunni grátandi yfir öllum fallegu en ósögðu orðunum sem við vildum sagt hafa....tíminn er jú stundum á undan okkur... Ég ætla að þakka þér enn og aftur fyrir að gefa mér færi á að kynnast þér og þinni fjölskyldu..
Agný, 20.3.2008 kl. 08:30
Þakka þér Agný mín, mín var ánægjan að kynnast þér.
Þakka þér fyrir það sem þú deilir hérna með mér en ég ætla samt að punkta á þetta með Secret: Jesú segir að við eigum að elska náunga okkar og setja hann ofar okkur, við eigum að vinna saman eins og einn líkami. Alveg án tillits til þess hvernig okkur hefur tekist það er þetta það sem Jesú sagði (Lúk 6.27 öll fjallræðan).
Secret (sem ég hef horft á) segir hinsvegar: „Það eru til leiðir til þess að þú fáir allt sem þig langar: kvenfólk, peninga, flotta bíla; allt sem hugur þinn girnist. Með kröftum sem þú getur leyst úr læðingi getur þú haft áhrif á huga fólks og vilja.“
Þetta eru kallaðir galdrar (magic) og er á öndverðum meiði við þá trú sem er kennd við Krist.
Ég samhryggist þér í báðum skilningunum. Og held líka að það sé einmitt mjög mikilvægt að tala hlutina út: einmitt ekki í neikvæðni heldur í ást. Ástin(kærleikurinn) getur hinsvegar oft þurft að taka á hlutum sem eru alvarlegir, jafnvel sem snerta mann óþægilega en leysa samt.
Ragnar Kristján Gestsson, 20.3.2008 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.