Þetta snýst bara um Jesús Krist sjálfan - HANN - ekki okkur

Aðalumfjöllunarefni Mósesar og spámannanna: Jesús Kristur sjálfur-
 
„Og HANN byrjaði á Móse og öllum spámönnunum og útlagði fyrir þeim það, sem um HANN er í öllum ritningunum.“  (Lúk 24.27)

„ ... sem um MIG er ritað í lögmáli Móse, spámönnunum og sálmunum.“  (Lúk 24.44)

„ ... Vér höfum fundið þann, sem Móse skrifar um í lögmálinu og spámennirnir, Jesú frá Nasaret, son Jósefs.“  (Jóh 1.45)

„Þér rannsakið ritningarnar, því í þeim hyggist þér eiga eilíft líf. Og það eru þær, sem vitna um MIG.“  (Jóh 5.39)

„Ef þér tryðuð Móse, munduð þér líka trúa MÉR, því um MIG hefur hann ritað.“  (Jóh 5.46)

„HONUM bera allir spámennirnir vitni ...“  (Post 10.43)

 

Aðalumfjöllunarefni Jesú Krists er: Jesús Kristur sjálfur-

„ÉG er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, sem til MÍN kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á MIG trúir.“  (Jóh 6.35)

„ÉG er ljós heimsins. Sá sem fylgir MÉR, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins.“  (Jóh 8.12)

„Til dóms er ÉG kominn í þennan heim, svo að blindir sjái og hinir sjáandi verði blindir.“  (Jóh. 9.39)

„ÉG er dyrnar. Sá sem kemur inn um MIG, mun frelsast ... (Jóh 10.9)

„ÉG er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina.“  (Jóh 10.11)

„ÉG er upprisan og lífið. Sá sem trúir á MIG, mun lifa, þótt hann deyi.“  (Jóh 11.25)

„ÉG er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir MIG.“  Jóh 14.6)

„ÉG er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt, sem er í MÉR og ÉG í honum, en án MÍN getið þér alls ekkert gjört.“  (Jóh 15.5)



Aðalumfjöllunarefni heilags Anda er: Jesús Kristur sjálfur-

„Þegar hjálparinn kemur, sem ég sendi yður frá föðurnum, sannleiksandinn, er út gengur frá föðurnum, mun hann vitna um mig.“  (Jóh 15.26)

„Hann mun gjöra mig dýrlegan, því af mínu mun hann taka og kunngjöra yður.“  (Jóh 16.14)

 

Aðalumfjöllunarefni postulanna er: Jesús Kristur sjálfur-

„En þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar MÍNIR ... “  (Post 1.8)

„og hann mun senda Krist, sem yður er fyrirhugaður, sem er Jesús" (Post 3.20)

„Létu þeir eigi af að kenna dag hvern í helgidóminum og í heimahúsum og boða fagnaðarerindið um, að Jesús sé Kristur." (Post 5.42)

„Filippus fór norður til höfuðborgar Samaríu og prédikaði Krist þar." (Post 8.5)

„Filippus tók þá til orða, hóf máls á ritningu þessari og boðaði honum fagnaðarerindið um Jesú." (Post 8.35)

„...og tók þegar að prédika í samkunduhúsunum, að Jesús væri sonur Guðs." (Post 9.20)

„Og hann bauð oss að prédika fyrir lýðnum og vitna, að hann er sá dómari lifenda og dauðra, sem Guð hefur fyrirhugað." (Post 10.42)

„...tóku þeir einnig að tala til Grikkja og boða þeim fagnaðarerindið um Drottin Jesú." (Post 11.20)

„Jesús, sem ég boða yður, hann er Kristur." (Post 17.3)

„...því að hann flutti fagnaðarerindið um Jesú og upprisuna." (Post 17.18)

„...Páll [gaf] sig allan að boðun orðsins og vitnaði fyrir Gyðingum, að Jesús væri Kristur. " (Post 18.5)

„...Ég særi yður við Jesú þann, sem Páll prédikar.'" (Post 19.13)

„...en vér prédikum Krist krossfestan..." (1Kor 1.23)

„...Er ég kom til yðar, bræður, og boðaði yður leyndardóm Guðs...Jesú Krist og hann krossfestan." (1Kor 2.1-2)

„Sonur Guðs, Jesús Kristur, sem vér höfum prédikað á meðal yðar,..." (2Kor 1.19)

„Ekki prédikum vér sjálfa oss, heldur Krist Jesú sem Drottin,..." (2Kor 4.5)

„...þóknaðist að opinbera mér son sinn, til þess að ég boðaði fagnaðarerindið um hann meðal heiðingjanna,..." (Gal 1.16)

„..[mér] var veitt sú náð að boða heiðingjunum fagnaðarerindið um hinn órannsakanlega ríkdóm Krists..." (Efe 3.8)

„Kristur er allt að einu boðaður, hvort sem það heldur er af uppgerð eða heilum hug." (Fil 1.18)

„Hann boðum vér, ..." (Kol 1.28)

„Hann opinberaðist í holdi, ... var boðaður með þjóðum..." (1Tim 3.16)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi ágæta samantekt þín, Ragnar Kristján, vekur með réttu athygli á því, að kjarni fagnaðarerindisins er Kristur sjálfur -- ekki einfaldlega siðakenning hans né bara fyrirmynd hans, eins og "frjálslyndu" nýguðfræðingarnir kenndu, heldur hann sjálfur sem uppfylling fyrirheitanna og grundvöllur sáluhjálpar okkar og alls hins kristna lífs. - Kærar þakkir.

Jón Valur Jensson, 24.2.2008 kl. 19:06

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Ragnar. Kærar þakkir fyrir orð Guðs hreint og ómengað. Friðarkveðjur

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.2.2008 kl. 21:57

3 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Takk fyrir sendinguna, frændi!

Guðrún Markúsdóttir, 24.2.2008 kl. 23:47

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Frábær pistill hjá þér! sýnir svart á hvítu að Jesús er málið hann er okkar guð og fyrir hann eigum við eilíft líf

fyrir nokkrum árum var vinsælt að skilgreina guðdóminn semsagt að biðja til Föðursins og heilags anda og síðan Jesú þetta var afar ruglandi og á endanum komst ég að þeirri niðurstöðu að heilagur andi og faðirinn eru fólgnir í Jesú, þetta er ekki flókið

Guðrún Sæmundsdóttir, 25.2.2008 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband