Úr mínus í plús

Í morgunstundinni minni í dag áttaði ég mig á skemmtilegri jöfnu sem fékk mig til að hugsa til hinna fjölmörgu sem berja lóminn vegna ónógra peninga eða að endar nái ekki saman.  Jafnan er hinsvegar einföld eins og svo margt í Orðinu:   Guðhræðsla + nægjusemi = mikill gróðavegur (1Tim 6.6).  Ef annan liðinn í jöfnunni vantar, eða skortir að meira eða minna leiti, myndast ójafnvægi sem gerir sig sýnilegt og mælanlegt í krónum og aurum.  Þetta get ég staðfest: að ef maður leitar fyrst ríkis Hans og réttlætist, þá hættir maður að safna í götóttar pyngjur.  Og jafnvel þótt tilhneiging sé til að fórna upp höndum: að vegna þess hve þjóðfélagið sé miklu flóknara í dag eigi þetta ekki við í dag, hitt og þetta teljist ekki til munaðar heldur nauðsynja.  Er það ekki svo að margir kannast við að sá miiklu en safna litlu; eta en verða ekki saddir; drekka en fá þó eigi nægju sína; klæða sig en verða ekki varmur; vinna fyrir kaupi en það hverfur í höndunum á honum?  Þessi orð úr Haggaí 1 eru býsna lýsandi fyrir þjóð sem hefur ekki áttað sig á þessarri jöfnu, jafnvel gleymt henni eða horfið frá.  Hef svosem prófað að vera sponsoraður af VISA frænda, eyða eins og heimsendir væri á næstu grösum.  Hinsvegar eftir að ég áttaði mig á þessarri jöfnu og fór að reikna með henni er ég í fyrsta skipti á ævinni að fá +vexti á reikningnum mínum.  Þótt ég sé hér að tala um veraldlegan auð en þetta er þetta fyrst og fremst andleg jafna sem skilar miklum andlegum auð (mikill gróðavegur).  Og kannski innlegg í þennan útsölutíma sem framundan er.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Einmitt, þú ert góður að reikna.

Kveðja frá frænku.

Guðrún Markúsdóttir, 5.1.2008 kl. 01:08

2 Smámynd: Árni þór

Hvort er innistæðan okkar meiri hjá Guði eða á jörðinni...

Gott reikningsdæmi 

Árni þór, 5.1.2008 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband