Eitt ljóð eftir Jónas
29.12.2007 | 09:52
Helvíti
Mér finnst það vera fólskugys
að fara niður til helvítis
og eyða aldri sínum
innan um brennu illan geim
ólíkan drottins sólarheim,
svo hrollir huga mínum.
Skötubarðvængjuð fjandafjöld
flaksast þar gegnum eilíft kvöld,
glórir í glóðir rauðar,
þar er ei nema eldur og ís,
allt í helvíti brennur og frýs,
Satan og sálir dauðar.
Jónas Hallgrímsson
1807-1845
Mér finnst það vera fólskugys
að fara niður til helvítis
og eyða aldri sínum
innan um brennu illan geim
ólíkan drottins sólarheim,
svo hrollir huga mínum.
Skötubarðvængjuð fjandafjöld
flaksast þar gegnum eilíft kvöld,
glórir í glóðir rauðar,
þar er ei nema eldur og ís,
allt í helvíti brennur og frýs,
Satan og sálir dauðar.
Jónas Hallgrímsson
1807-1845
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Magnaður sálmur... en það er samt svo merkilegt að sjaldan nú orðið heyrist predikað eða talað um hel og það sem bíður þeirra sem glatast.. Mér finnst þessi sálmur góður:)
Sigvarður Hans Ísleifsson, 30.12.2007 kl. 12:41
Innlitskvitt til þín
Megi GUð færa þér og´þínum gleði- og gæfuríkt ár.
kv. Sædís
Sædís Ósk Harðardóttir, 30.12.2007 kl. 23:12
Góður! Gleðilegt ár kæri Raggi !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.12.2007 kl. 01:13
Já það eru margar hugmyndir um helvítið. Ég velti því fyrir mér hvort að sálirnar sem fara þangað muni yfir höfuð lifa þar af eilífu. Ég veit þó að eldurinn þar verður eilífur, eldurinn sem aldrei slokknar.
En ljóðið er áminning fyrir hinn Kristna að vera vakandi. Jesús sagði að margir munu fara í glötun, þeir sem ganga á breiða veginum.
kv. Böðvar Ingi.
Böðvar Ingi Guðbjartsson, 31.12.2007 kl. 01:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.