Áttu silfur og gull?

Silfur og gull á ég ekki en það sem ég hef, það gef ég þér.  Í dag hefur þetta snúist við og gæti heitið á þessa leið: ég á ekkert annað en silfur og gull og bara það gef ég þér.  Hérna get ég varla stillt mig að vippa mér ekki út í þjóðfélagslega gagnrýni á kaupháttum og forgangsröðun því mitt í auglýsingaflóðinu fyrir jólin fannst mér ég geta heyrt allar þessar íslensku fjölskyldur sem auglýsingunum var beint að, segja: Barnið mitt, fyrst ég kýs að taka óskir mínar um efnisleg gæði framyfir óskir þínar um tilfinningaleg gæði skal ég þó allavega sjá til þess að leikföngin þín séu nógu ríkmannleg. 

Okkur hjónin langaði hreint ekki til að taka þátt í þessu át- og kaupsukki þannig að þótt við fengjum fullt af pökkum skildum við allt eftir og fórum uppí sveit yfir jólin.  Áttum síðan yndislega stund í leigðum bústað á Flúðum og eyddum þar 5 dögum saman, í bæn og vinnu innávið með krökkunum, gátum betur en nokkru sinni fyrr notið þess að gleðjast yfir fæðingu frelsarans - öll saman.  Þess á milli reistum við snjókall, eltum refaspor upp um hlíðar, skoðuðum rjúpu og byggðum snjóhús eða vorum í heitum potti og veltum okkur uppúr snjó og... og...    Mjög dýrmætur tími sem við gátum notað líka til að skipuleggja næsta ár, hvað viljum við, hvernig ætlum við að komast þangað osfr.  Síðan komum við heim og tókum upp pakkana, einn á mann í dag, annar á morgun. Í þeim var síðan ekkert sem komst í hálfkvisti við það sem við höfðum fengið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Böðvar Ingi Guðbjartsson

Sæll Ragnar. Ég held að ykkar nálgun (hjóna) á jólahaldinu hafi verið mjög frumstætt, svona í skilningi borgarans. Margir líta svo á að svona aðgerð komi illa við börnin, að svipta þau jólasveinum, skrauti og öllu tilheyrandi. En miðað við það sem ég les úr þessum pistli þínum, hvað þið fjölskyldan gerðuð saman að þá fer ég að hugsa mig um, hvernig var þetta hjá mér, okkur hjónunum? Við vorum langt fram á kvöld að opna pakka. Búin að fara í alveg helling af jólaboðum. Búin að fara í alveg fullt af jólaskemmtunum og veistu hvað, ég er mjög þreyttur. Ég ætla að skoða ykkar nálgun fyrir næstu jól, og sjá hvort að ég verði ekki frekar hvíldur en þreyttur. Takk fyrir að deila þessu með okkur.

Kærleiks kveðjur Böðvar Ingi.

Böðvar Ingi Guðbjartsson, 31.12.2007 kl. 01:17

2 Smámynd: Ruth

yndislegt að lesa þetta

Ruth, 31.12.2007 kl. 02:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband