10 gullnar sjónvarpsreglur

1.  Viljir þú gjarnan  hafa ró í kring um þig og óhindrað geta snúið þér að skyldum þínum og áhugamálum – settu barnið þitt fyrir framan sjónvarpið.

2.  Langi þig að afla barninu þínu stökkbrettis til tíðrar, stjórnlausrar og fíkinnar sjónvarpsnotkunar, leyfðu því bara að fylgjast með hinu nytsama í útsendingunni og fræðsluefninu.

3.  Langi þig að barnið þitt sé eins óánægt með það sem það hefur og kostur er, og vilji allstaðar meira eða annað - settu barnið þitt fyrir framan sjónvarpið

4.  Langi þig að barnið þitt tapi hinum nytsömu og skapandi stundum dagsins um ókomna framtíð og viti ekki hvað það eigi að taka til bragðs þegar fram líða stundir - settu barnið þitt fyrir framan sjónvarpið.

5.  Viljir þú að barnið geti ekki myndað eigin skoðanir heldur fái borna fram hagrædda og forsoðna skoðun á heimsviðburðum, stjórnmálum og umhverfi– láttu það læra úr sjónvarpinu.

6.  Langi þig að barnið þitt hneigist að neyslu, munaði og vanvirkni - settu það enn oftar fyrir framan sjónvarpið.

7.  Langi þig að ofbeldisverk séu barninu þínu eðlileg, illska, svik og afbrot heyri til daglegs brauðs - settu þá barnið þitt líka á kvöldin fyrir framan sjónvarpið.

8.  Langi þig að barnið þitt fari að hafa áhuga á hinu kyninu of snemma, fyllist óhreinum hugsunum og eigi síðar við vandamál í hjónabandinu að stríða, þá settu það líka á nóttinni fyrir framan sjónvarpið

9.  Viljir þú að barnið þitt eignist þögla samvisku, geti ekki lengur gert greinarmun milli góðs og ills og sé ennfremur rænt algerlega eilífum og varanlegum gildum, heimilaðu því þá algert sjónvarpsfrelsi.

10.  Getir þú sagt JÁ við öllum þessum reglum, undirbúðu þig þá undir gleðisnautt, einmanalegt og atburðarýrt líf í „góðu samfélagi“ við sjónvarpið.

Fyrir sérhverjar kringumstæður lífs okkar er til andleg lausn til sigurs 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Böðvar Ingi Guðbjartsson

Mjög flott ábending frá þér. Ég tek þetta til athugunar og fer að líta í "garðinn minn" til að huga að illgresinu og fjarlægja það.

Kv. Böðvar Ingi.

Böðvar Ingi Guðbjartsson, 31.12.2007 kl. 01:24

2 Smámynd: Ruth

gott að lesa þetta ,Guð blessi þig

Ruth, 31.12.2007 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband