Efribrúarholt
3.8.2007 | 19:32
Ég hlaut að velta vöngum yfir mynd í vikuritinu Dagskránni á Selfossi sem kom út í gær.
Þar voru þeir Guðmundur Týr og Jörmundur Ingi að fagna þeim tímamótum að Götusmiðjan komist í nýtt húsnæði þar sem eitt sinn hét Efri Brú og Guðmundur nokkur hafði forstöðu í Jesú nafni. Einhvernvegin þótt mér nefninlega býsna einkennandi, gott ef ekki tímanna tákn, að þar sem Drottins fólk rennur á rassinn, tekur ekki eftir því eða afneitar þvi og heldur áfram, að þar opnist sóknarfæri fyrir andstæð öfl. Nú veit ég svosem ekkert um það hvort hinn síðari Guðmundur sé ásatrúar bara fyrir þær sakir einar að hafa sést á mynd með uppgjafa alsherjargoða, vona hans vegna ekki, en gæti trúað að til væri lögmál sem gæti hljóðað svo: Alltaf og allstaðar þar sem fólk heldur fram skoðunum í Jesú nafni án þess að vera í Kristi (er jafnvel gegn eða and- í Kristi) grefur það undan Guðsríkinu.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 27.3.2008 kl. 20:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.