Kári Amgen Trump
9.4.2021 | 10:23
Alveg þykir mér ótrúleg fylgispekt fjölmiðla við lobbyista lyfjafyrirtækisins Amgen. Maður sem er augljóslega með hagsmuni þeirra að leiðarljósi er eilíft tekinn tali þegar talið berst að hinum og þessum augljósum vandkvæðum á framkvæmd sóttvarnarhugmynda Þórólfs. Rétt eins og engir aðrir vísindamenn séu málshæfir. Læðist hreinlega að mér sá grunur að fjölmiðlar fylgi einhverju agenda?
Getum við ekki reynt að hafa hlut þrýstihópa lyfjaframleiðenda sem smæstan í stað þess að leyfa þeim að sitja í kjöltu forsætisráðherra (eða er það omvent?) og vera þá sem ríkisstjórnin virðist leita til annara fremur.
Langar annars að taka ofan fyrir Sigríði og reyndar líka Brynjari Nielsen sem bæði hafa sýnt sig og sannað sem talsmenn réttsýnnar umræðu sem tekur tillit til allra þátta.
Sigríður sendir Kára pillu vegna Trump-samlíkingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Heilbrigðismál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.