Fordæmisgefandi persónuvernd

Nú þykir mér persónuvernd frekar mikið mál. En ekki eru allir sama sinnis. Maður mér nákominn spurði mig hvort ég hefði svona mikið að fela, hvatti mig til að vera bara með hreint mjöl í mínu pokahorni. Sama virðist hafa verið uppi á teningunum hjá velflestum Facebooknotendum þegar nú á dögunum upp komst um strákinn Tuma (sem flestir reyndar vissu) að Zuckerberg hefur þénað sér gullrassinn á sölu upplýsinganna um notendur Facebook. Eins og líka Google á sama máta. Fólki virðist hreinlega standa á sama. Enda fíkniefni seld þarna og sjálfsagt margt annað sem ég vil ekki einusinni heyra af.

En annað merkilegt gerist þegar netleitað er að ´privacy’ (persónuvernd) og sem Wikipedia orðar svo:
Privacy is … the right not to be subjected to unsanctioned invasion of privacy by the government, corporations or individuals (Persónuvernd er rétturinn til að verða ekki viðfangsefni óleyfilegrar innrásar yfir mína persónu af völdum stjórnvalda, fyrirtækja eða einstaklinga.) Fyrst engin félög eru þarna þrýstihópar (persónuvernd er þarna óvirk stofnun í þágu þess hóps sem mestri upplýsingasöfnun beitir) eru það bara kjörnir fulltrúar sem standa að þessu?  Þarna rís upp píratinn í mér og verð að viðurkenna að mér er það illmögulegt að sjá bandalag Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar koma þessum málaflokki í höfn. Verst að Birgitta sé farin.


mbl.is Nýtt persónuverndarfrumvarp „á næstu dögum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband