Tungumálið burðargrind hugsunar

Tungumálið heldur utan um hugsunina og veitir henni brautargengi. Það sem hægt er að tjá með orðum er orðið áþreifanlegt og hægt að deila milli fólk sem skilur sama tungumál. Það gerir tungumálið einstætt og ofar öllum öðrum tjámiðlum. Tungumálið er því forsenda og útgangspunktur fyrir allt annað. Engin angi tjáskipta getur gert þessa kröfu, hvorki myndlist, tónlist, leiklist né nokkur annar frjóangi menningar. Þegar skilningur á tungumálinu dvínar, minnkar líka geta til tjá- og samskipta.

Því held ég að Sigríður þessi sé trítlandi á glapstigum og leitt að fræðimennirnir sjái ekki hnignun Íslenskunnar sem vandamál hugsunar. Nú fækkar þeim bókum hratt sem hægt er að bjóða nemendum í 10. bekk til lesturs. Fornbókmenntirnar eru að hverfa, t.d. Gísla saga Súrsonar, sem og bækur Halldórs Laxness. Gamall íslenskukennari sagði við mig í vetur stynjandi: Kennarnir skilja bækurnar varla sjálfir. #endurmenntunkennara?

Nú er ég mjög hrifinn af þeim blæbrigðum sem íslensk tunga býður uppá, tel þann dag góðan sem ég læri nýtt orð eða orðatiltæki.  Þarf þó sífellt að fletta upp hvernig þetta og hitt orðið er skrifað rétt. Á ennþá orðabók Menningarsjóðs sem ég fékk í fermingargjöf uppi í hillu, og nota hana óspart. Les daglega lengur eða skemur á einhverju þeirra tungumála sem hef vald á en kem alltaf til baka til þess grunns sem ég hef aflað mér á Íslensku.

Leitt þegar prófessorar í Íslensku hafa gefist upp á að sinna starfanum sínum. Spurning hvort þeir hugsi sér ekki í átt að Hólavallagarðinum og rými stöður sínar fyrir öðrum og yngri eldhugum.


mbl.is Yngra fólkið kýs ensku umfram íslensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Ahhh... alltaf (nei ok... yfirleitt) gaman að lesa greinarnar hans Guðmundar Andra um íslenskuna:

http://www.visir.is/g/2013703049989/er-islenska-utlenska-

"Nýjasta dönskuslettan vitnar um þetta: "Haltu kjafti, hvað var gaman í gær," segja krakkarnir upp á dönsku, en danskurinn lætur þennan frasa duga: hér eru daglega búnir til nýir: "Farðu í sturtu, hvað mig langar í pönnuköku", "farðu á ball í Garðabæ hvað Snjólfur er vitlaus", "skafl beygjattu skalli, hvað þetta er ljót peysa". Orða frjósöm móðir."

Ragnar Kristján Gestsson, 10.3.2018 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband