Ónýti húsnæðismála

Við hjónin bjuggum tímabundið í Þýskalandi uns við fluttum til Íslands 2005.  Skömmu áður en við tókum ákvörðun um flutninginn, vorum við komin á fremsta hlunn með að kaupa okkur hús í sunnanverðri Hamburg, vorum komin með lánsloforð og allt það.  Nema að við sáum fram á að lækka hjá okkur leiguna og ná samt að ljúka afborgunum af €100þ eign á 10 árum.  Ég hafði fasta (láglauna)vinnu en greiddi samt ekki nema 1/5 af tekjum mínum í leigu.

En í staðinn fluttum við til Íslands, keyptum á nánast sama verði og í Hamburg.  Nema hér höfum við borgað skilvíslega í tæp 13 ár, eigum ekkert í húsinu okkar og það sem við áttum hafa lánastofnanir hirt.  Hér fer 1/3 í afborganir af húsinu.  Hún er dýr heimþráin.

Svona til gamans (?) og samanburðar eru hérna 3 þýskar lánastofnanir sem bjóða uppá fasteignalán

Deutsche Bank með 1,04% vexti

Hamburgar Sparkasse - Haspa - með 1,04% - 1,83% vöxtum eftir lánstíma

Immonet með 1,39%

Og til enn meira gamans og samanburðar borga ég núna af skuldabréfum hjá ÍLS uppá 5,1% og þegar stjórnvöld grípa inní þessa sjálftöku, bjóða þau mér af gjafmildi sinni að nota séreignasparnaðinn minn til að moka í hýtina.  Og eru þeir hjá Íbúðalánasjóði að átta sig á þessu?  Ojæja.


mbl.is Íslensk heimili skulda mun meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Ég verð nú að viðurkenna Jónas, að ég átta mig ekki alveg á hvaða átt þú ert að fara ...

Ragnar Kristján Gestsson, 6.3.2018 kl. 11:11

3 identicon

Sæll: Ragnar frændi - og aðrir gestir, þínir !

Þakka þér fyrir - einarðlega frásögn þína, af viðbjóði hins íslenzka raunveruleika, sem ónýtt húnæðiskerfið er hluti af.

Ekki að furða: að grátkórar Enegeyinga þjófagengisins (Bjarna Benediktssonar: og stórs hluta ættingja hans), séu að rísa upp þessar klukkustundirnar í þinginu og utan þess, til að verja eina dyggustu þjónustukonu fjárplógsaflanna (Sigríði Á. Andersen): sem fyrir fara þau : Katrín Jakobsdóttir / áðurnefndur Bjarni og Sigurðar Ingi Jóhannsson:: sjálfsögðu vantrausti Píratanna, og nokkurra fylgjenda þeirra, þó svo ég tortryggi það lið í ýmsum málum, svo sem.

Jónas Héraðsbúi !

Á hvaða furðulegu bylgjulengdum - ert þú eiginlega, ágæti drengur ?

Í hvaða gátum: talar þú nú, að þessu sinni, til Ragnars frænda míns ?

Með beztu kveðjum - sem oftar, og áður /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.3.2018 kl. 12:25

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Guðmundur Ásgeirsson, 6.3.2018 kl. 13:28

5 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Jónas, ég kíkti inn á síðuna þína og fékk útskýringu á hvað þú varst að tala um.  Takk.


Sæll Óskar (frændi?), þetta er mikil eignatilfærsla sem á sér stað.

Þakka þér líka Guðmundur, þótt mér sé í mun að ná þessu til baka, er gríðarfeitur maðkurinn í bankamysunni.  Hvernig hallarbyltingu er þörf á að knýja fram svo maðkurinn sá missi tökin?

Ragnar Kristján Gestsson, 6.3.2018 kl. 19:36

6 identicon

.... Ragnar Kristján !

Jú: með lítilsháttar tengingu, milli Gamla- Hrauns og Mundakots í Eyrarbakka skíri, getum við víst ekki, þrætt fyrir skyldleikann, að nokkru.

(Heimild: Íslendingabók)

ÓHH  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.3.2018 kl. 19:52

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ragnar.

Þú spyrð hvaða hallarbyltingu þurfi.

Ég var að reyna að benda þér á það:

Skaðabótamál höfðað vegna verðtryggðra neytendalána - Hagsmunasamtök heimilanna

Guðmundur Ásgeirsson, 6.3.2018 kl. 21:12

8 identicon

Sælir - á ný !

Guðmundur Ásgeirsson !

Ykkur: forvígisfólki Hagsmunasamtaka heimilanna, mun seint fullþökkuð verða, störfin í þágu almennings í landinu.

Ekki hvað sízt - með tilliti til þess afætu- stjórnarfars, sem í landinu ríkir nú um stundir, fornvinur góður.

Með sömu kveðjum: sem þeim fyrri - og áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.3.2018 kl. 21:28

9 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Já Óskar ég sé það núna, langalangömmur okkar voru systur. Í fimmta lið sumsé.  Alveg óþarft að þræta fyrir það :-)


Sæll Guðmundur, kannski er ég full hvatvís á stundum.  Sé fyrir mér annarskonar eld í hallarbyltingu.  En eins og mér var kennt í eina tíð þá gerast góðir hlutir (líka) rólega.  Ég lufsaðist þó til að borga félagsgjaldið mitt þar og lagði líka í málskostnaðarpúkkið.  Gangi okkur vel.

Ragnar Kristján Gestsson, 6.3.2018 kl. 22:31

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk Ragnar.

Ég skil hvernig hallarbyltingu þú ert að meina en ég vildi bara benda á að málið sem ég vísaði til gæti haft byltingarkennd áhrif ef niðurstaðan verður sú sem stefnt er að.

Hér er líka dæmi um annarskonar byltingu:

Sólveig nýr formaður Eflingar - mbl.is

Byltingar taka á sig ýmsar myndir. ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 7.3.2018 kl. 00:42

11 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Já Guðmundur, það er frábært að Sólveig hafi fengið svona flotta og afgerandi kosningur.  Hún fær að eiga quote dagsins:

Eins og við höfum verið að segja, þá er láglaunafólki og verkafólki einfaldlega svo viðbjóðslega misboðið; því misbýður svo ástandið í þessu íslenska arðránssamfélagi að þegar það stígur fram fólk og fer að lýsa með einföldum og skýrum hætti því sem er að eiga sér stað í íslensku samfélagi, þá tekur fólk undir það.

Kannski það sé einmitt svona sem þetta gerist.

Ragnar Kristján Gestsson, 7.3.2018 kl. 06:59

12 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Aðal málið er að skilja að peningur er aðeins bókhald.

Það að bókhaldið hafi rétt verðmæti, gildi, sé að marka, skal skoða vel.

Peningar, seðlar.

Íbúðalánasjóður, Hinn nýi.

 Kreppufléttan, endurtekið

Númer eitt, að ná peningaprentuninni, peningabókhaldinu, úr höndum einkaaðila og til baka til fólksins.

Lesa á blogginu mínu vinstra megin, undir höfundur.

https://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/

Egilsstaðir,07.03.2018  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 7.3.2018 kl. 12:29

13 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Spuni - Það hringsnýst allt fyrir augunum á þér, og þú skilur ekki neitt. Prenta út á hverja kaffistofu.

klikka á myndina til að fá hana stærri

gamla-sagan-05 

Egilsstaðir, 10-03.2018  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 11.3.2018 kl. 00:13

14 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Óskar Helgi Helgason, Lestu bloggin mín, þá vona ég að þú takir undir með mér.

Viðtalið við Nikola Tesla, þann stórkostlega vísindamann sem færði okkur virkjanir fossana, og orkuna eftir háspennulínum til byggðana í veröldinni.

Nikola Tesla á stórann hluta af framvindunni.

Olíulinda, og kolanámu eigendur, komu í veg fyrir að Nikola Tesla færði okkur ókeypis orku handa öllum.

Tesla keyrði á bílnum sínum um allt, og tók orkuna í bílinn með loftneti.

Hann smíðaði orkuturnana en ráðamenn brutu þá niður.

Viðtalið er á blogginu mínu.   https://jonasg-egi.blog.is/

Efst til vinstri, undir höfundur, er  viðtalið við Nikola Tesla, hann var einhverskonar spámaður.

  Nikola Tesla var einn af þeim, sem fluttu þjóðunum blessun og leystu fólkið úr ánauð þekkingarleysisins? Þekkingin skapar allsnæktir. Nústaðreyndatrúin stóð á móti Jesú og Nikola Tesla. Við skulum færa Jesú og Tesla aftur inn í skólanna.  20.12.2017 | 18:24 Viðtal við Nikola Tesla 1899

Egilsstaðir, 11.03.2018  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 11.3.2018 kl. 00:34

15 identicon

Slóð, setja á hverja kaffistou.

Og það besta, ég lánaði þér ekki neitt.  

Fyrirgefðu, hvað ég set hér mikið.

Mér sýndist að þið væruð að leita að lausnum.

Nú dreg ég mig í hlé.

Egilsstaðir, 11.03.2018  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 11.3.2018 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband