Myrkar núaldir

Nú fer orðið lítið á síðustu dögum fyrir réttarríkinu í lýðræðinu. Hér í eina tíð var fólk saklaust uns sekt þeirra var sönnuð, þótti mikil betrumbót frá fyrri öldum. Þá voru aðrar aðferðir uppi við að leita að sakleysi sakafólks. Þar var hagur kvenna býsna harður, sérílagi þeirra sem ákærðar voru fyrir galdra. Þá var þeim hent í Öxará, ef þær flutu hlutu þær að vera í sambandi við djöfulinn og því brenndar. Ef þær sukku (og drukknuðu) voru þær líklega saklausar og fengu þá leg í vígðri jörð. Jafn dauðar í báðum tilvikum.

Þessar galdrabrennur nútímans bera ögn svip af þessari fornöld okkar. Ég hef fylgst meö þessu máli þeirra nafna minna. Ragnar Þór Pétursson virðist hafa barist ötullega fyrir því að hans mál sé rannsakað, sem það hefur oft verið gert. Ég ætla mér ekki þá dul að vita hvað gerðist fyrir 20 árum. Það er annarra að skera úr um það. Enda trúi ég bæði á lýðræðið og réttarríkið. Enn. Finnst mér þeim mun ómerkilegra að heyra pólitíska andstæðinga hans ætla að nota sér þann höggstað sem fjölmiðlar eru núna að smjatta á.

Og talandi um fjölmiðla þá er raunar mjög áhugavert að heyra reynslusögu Péturssonar af framgangi fjölmiðla og sérstaklega Vísi. Þar eru gammarnir búnir að spotta safaríka sögu þar sem hægt er að gera sér mat úr. Og taka fólk og brenna það. Hafnir upp yfir nauðsyn réttmætrar heimildavinnu, gefa þeir fólki stökkpall fyrir órökstuddar ásakanir á hendur náunga sínum.  Ef þær reynast sannar þá er viðkomandi ærulaus, ef þær reynast ósannar birta engin blöð leiðréttingu og viðkomandi fær ekki rönd við reist.  Jafn ærulaus í báðum tilvikum.

Ég er þó feginn því að meðal frambjóðenda til varaformanns Kennarasambandsins séu einhverjir sem styðja eðlilegan framgang dómskerfisins. Það vekur vonir.


mbl.is Formaður KÍ geti ekki notið vafans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband