Tískuráðherra
1.8.2017 | 10:22
Hugmyndir eru margar hverjar ágætar sem hugmyndir, rétt eins og hugmyndafræði. Hinsvegar rétt eins og langur vegur er frá hugmyndafræði að veruleika, eins getur fögur pæling reynst vera ljótur lortur þegar á koppinn er kominn.
Í áréttingunni (vel að merkja ekki ´Afsökunarbeiðninni´) vippar Sólveig vinkona Bjartar fram hverri feminíku klisjunni á fætur annarar til að hylja þennan kapítlíska gjörning: "Þjóna íslenskum konum, karlrembukúltúr, þrátt fyrir æsku og fegurð ..." blablabla.
Ekkert nýtt við að huggulegar konur selji föt, ekkert nýtt við að fólk mis-(noti) aðstöðu sína til þess. En ekkert gott við það samt. Dettur hún Ívana Trump í hug í fyrstu atrennu.
Enda þótt umhverfisráðherra hafi gott auga fyrir því umhverfi sem þjóni sölumennskunni þá er það samt sorglegt að konurnar hafi ekki jafn gott auga fyrir eigin dómgreindarleysi, kannski vegna pólitísku réttsýnigleraugnanna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.