Jafnréttismál salernanna
28.2.2017 | 07:35
á því jafnréttismáli að klósett séu kynlaus
Hjá mér í vinnunni í einni deildinni hefur hópur kvenna barist fyrir því að fá sér kvennaklósett (jafnréttiskrafan!!!) og nefna ólík þvaglátsbrögð karla og kvenna; karlmenn hafi þann [leiða] ávana að hafa þvaglát standandi en konur viðhafi þá eðlislægu kurteisi að sinna sínum málum sitjandi. Í tilviki karlana myndist dropar og annar óþverri á setunni því þeir séu ofan í kaupið svo óforskammaðir að lyfta ekki upp z-unni fyrir athöfnina.
Líklega hafa forstöðumenn litlu jafn-réttisdaganna í HÍ aldrei komið á grasrótarkynningu til mín. Hvort þetta heiti að svífa um í teoríunni?
Kynlaus klósett í Háskólanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Mannréttindi | Facebook
Athugasemdir
Það er alveg gilt sjónarmið að hver geti valið sér klósett.
Það er líka gilt sjónarmið að það er víst bara helmingur mannkyns sem hefur þá fötlun að geta notað pissuskálar.
Það er líka gilt sjónarmið að sumsstaðar telst það öryggismál að því kyni sem ekki er merkt klósettið sé bannað (skv. lögum að viðlagri refsingu) að koma þar inn (oftast hugsað þá um að karlar fari ekki inn á kvennaklósett). Það á þá við um þar sem mörg klósett eru í einu stóru herbergi, afstúkuð með þiljum eða eitthvað í þá áttina.
Það er því ekki auðvelt leysa málið að öllu leyti, nema auka plássið sem hvert klósett tekur, setja sér inngang, pissuskál og klósett allstaðar og bannað að nota klósettið nema sitjandi. Kostar pening og leysir ekki að fullu öryggissjónarmiðið sem menn hafa sumsstaðar í huga.
Vandamálið er að þjóðfélagið er búið að viðurkenna transfólk og mismunandi kynvitundir en er ekki búið að hugsa það alla leið hvað það hefur í för með sér.
ls (IP-tala skráð) 28.2.2017 kl. 08:27
Ágæta/-i ls (eigum við ekki bara að tjá okkur undir nafni?)
Mér var ágætlega skemmt þegar þú kallaðir það fötlun að geta notað pissuskálar. Skemmtilega pólitískt rétt (eða rangt?) Ef fötlun þá gríðarlega first world problem eins og sagt er. Eins og raunar öll umræðan um kynvitundir. Og það algerlega án þess að ræða þaö ögn hvað felist í því að (eða hvort) þjóðafélagið sé búið að virðurkenna þær allar.
En frá sjónarmiðum og kannski að praktískum lausnum, t.d. fyrir minn vinnustað, af því að ég talaði um að svífa nú ekki um í teoríunni; einhverjar hugmyndir?
Ragnar Kristján Gestsson, 28.2.2017 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.