Sökudólgurinn er ekki Óli lokbrá
3.2.2017 | 11:30
Tek undir með greinarhöfundi að ekkert grín sé að þjást að svefnleysi. Alltaf gott að fá sér góðan mat en varasamt að treysta á að hann reddi einhverju. Því mikilvægast er að útiloka allt það sem heldur nefndum Óla lokbrá í burtu.
Rannsóknir virðast beinast aðallega í tvær átti í leitinni að aðalástæðum hinnar svonefndu secondary insomnia. Veikinda eða lífsstíls. Og svo má bæta því við að oft stafa veikindin vegna lífsstíls. En í lífstílsumræðunni er einkum nefnt þrennt: áhyggjur/streyta, koffein-neysla (kaffi - orkudrykkir) og geislun vegna tölvu-/ farsímaskjáa.
1) 20% unglinga (12-15 ára) missir svefn vegna samfélagsmiðla. Þeir fara seint að sofa eða jafnvel vakna upp á nóttinni til að skoða ´statusana´.
2) Mikil neysla sykurríkra orkudrykkja (örvandi efni (koffín) + einföld kolvetni) eða kaffis hefur slæm áhrif á svefnvenjur og sérstaklega hjá unglingum.
3) Á upplýsingaöld þar sem velflestir eyða miklum tíma fyrir framan annað hvort tövluská eða í farsímanum er svefnleysi vandamál. Áhrif útgeislunarinnar frá skjánum dregur úr framleiðslu Melatóníns sem hefur áhrif á dæmgursveifluna og þarmeð á svefninn. Bendi á mjög áhugaverða rannsókn Hönnu Dorothéu Bizouerne um tengslu skjánotkunar við svefnlengd. Markhópurinn hennar voru 10 - 18 ár börn handahófsvalin úr þjóðskrá Íslands. Hún kemst að þeirri niðurstöðu að marktæk tengsl séu milli aukinnar skjánotkunar og skemmri svefnlengdar. Þessi rannsókn endurtekur niðurstöður erlendra rannsókna. Hvet fólk eindregið til að kynna sér efni rannsóknarinnar.
Niðurstaðan ætti því að vera að það sé enganvegin nóg að éta banana og lax í hvert mál og vonast til að losna undan svefnleysinu. Við verðum að horfast í augu við skaðvaldinn.
Fimm fæðutegundir sem hjálpa þér að sofa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.