Ýtarefni um kosningarnar
4.12.2016 | 20:43
Og svona til að fylla inní eyðurnar hjá mbl.is þá skv. Spiegel þá hafði Hofer (45 ára, FPÖ) 49,7% en Van der Bellen (72 ára, Græningjar) 50,3%. Naumara gat það varla verið. Og 72.7% kosninagþátttaka.
Kannski áhugavert að flokka Hofer sem öfgahægrimann, því meðal hægrimanna eru hann kannski ögn hægra við miðjuna. Til erum hópar sem eru mun lengra hægramegin. Þá væri þá erfitt að kalla öfgahægrimenn. Þyrfti að búa til nýjan frasa: rosa-mikið-últra-öfgahægrimenn. Eða eitthvað.
Van der Bellen kjörinn forseti Austurríkis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:46 | Facebook
Athugasemdir
Ekki alveg rétt hjá Spiegel: hérna eru réttar upplýsingar að finna:
http://wahl16.bmi.gv.at/
Ragnar Kristján Gestsson, 4.12.2016 kl. 20:45
Ekkert að þessum upplýsingum hjá Spiegel nema þær eiga við fyrri kosningarnar í Maí en þær voru í sumar ógiltar vegna lélegra vinnubragða við framkvæmd kosninganna og núna voru þær síðan endurteknar.
Og trúðu mér, Hofer er ansi langt til hægri, hann hefur meðal annars vafasamar tengingar við neo-nasista.
Og enn eitt, Van de Bellen var ekki frambjóðandi Græningja heldur fór fram sem óháður í eigin nafni. Hitt er annað mál að hann var formaður Græningja í Austurríki 1997-2008.
Einar Steinsson, 4.12.2016 kl. 22:15
Er það ekki þannig að öfgavinstrimaður vann öfgahægrimanninn???
Mér sýnist allt og allir sem ekki eru pólitísk rétttrúnaðarsinnar séu öfgahitt eða -þetta, meira að segja tekur mbl.is þátt í þeim leik að stimpla menn eftir þeirri greiningu.
Tómas Ibsen Halldórsson, 4.12.2016 kl. 22:44
Stundum eiga menn "öfga" stimpilinn skilið. Van de Bellen telst hins vegar varla mikill öfgamaður, hann hefur aðallega verið sakaður um að vera frekar þurr og jafnvel stundum hrokafullur menntamaður og kerfiskarl þó að hann sé Græningi.
Einar Steinsson, 4.12.2016 kl. 22:55
Sælir báðir. Nú fór ég á stúfana og leitaði mér upplýsinga um Hofer umfram það sem pressan hérlendis gefur út. Þar sem ég get lesið þýsku nokkuð skammlaust var gaman og fróðlegt að kíkja á ólíkar síður á netinu. Van der Bellen er einmitt eins og þú segir Einar gjarnan kynntur sem óháður / Græningi en eftirlaunaþegi.
Af því að ég byrjaði nú á að verja Hofer þá virðist svona fljótt á litið margt vera áhugavert í því sem hann segir. Fyrst liggur fólk honum á hálsi fyrir að vera á móti útlendingum og erfitt að gera lítið úr áhyggjum þarlendra enda hefur straumurinn verið gríðarlegur í gegn um Austurríki sl. 2 ár. Bellen er hinsvegar á línu með Merkel.
Síðan er Hofer á móti fullveldisafsali Austurríkis, ekki ósvipað Heimssýn - þar stend ég einmitt sjálfur
Hann virðist vera hlynntur beinu lýðræði og þjóðaratkvæði umfram Bellen - ágætt.
Hofer er á móti CETA og TTiP ólíkt Bellen - gott og blessað.
Hofer er líka á móti Evrópusambandsaðild en ekki van der Bellen.
Ég fann í flótu bragði ekkert sem benti til neonasisma né nokkurs utan þjóðræknishugmynda sem ég sá ekki að bentu til nationalsosialismans. En það eru margir með stigma-stimplana sína á lofti þarna úti.
Ragnar Kristján Gestsson, 4.12.2016 kl. 23:11
Ég hef búið í Austurríki síðastliðin rúm 10 ár, ýmislegt sem hefur komið fram síðustu mánuðina er skýringin á því hve mikið fylgi hann missti frá kosningunum sem þú vísaðir í fyrst.
Einar Steinsson, 5.12.2016 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.