Nú geta líka Evrópubúar glaðst
22.11.2016 | 07:35
Minni á leyniskjalið sem WikiLeaks birti um þetta samkomulag.
Hlutlaus rannsóknin á afleiðingum fríverslunarsamningsins var unnin af GDAE Global Development and Environment Institute við bandaríska Tuffs háskólann. Niðurstaða þeirra reynist hörmuleg fyrir Evrópu:
583.000 atvinnutækifæri myndu glatast innan Evrópusambandsins til ársins 2025. Fækkunin kæmi harðast niður á Þýskalandi, Frakklandi og Norðurevrópsku löndunum (þ.m.t. Íslandi) TTIP hefði það í för með sér að útflutningur drægist saman með þeim afleiðingum að brúttóframleiðsla innanlands, skattatekjur og nettóinnkoma heimilanna minnkaði. Sér í lagi þeir launþegar innan ESB sem sinna ófaglærðum störfum, fyndu fyrir launaþrýstingi.
Hinsvegar liti niðurstaðan miklu betur út fyrir Bandaríkin. Vegna TTIP skilaði þeim hagnaði á öllum sviðum. Enn annar hópur sem myndi hagnast á TTIP eru fjölþjóðlegu stórfyrirtækin og hlutabréfamarkaðirnir. Þeir fá að þrútna sérstaklega mikið út, nokkuð sem færir spákaupmönnum og sérstaklega hinum ofurríku mikinn ágóða í aðra hönd. Sem var jú það sem Hillary barðist hvað ákafast fyrir.
Eitt stig fyrir Trump.
Trump hyggst rifta fríverslunarsamkomulagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Bendi til hliðsjónar á ótrúlega einhliða grein RÚV þar sem málið er tekið fyrir með and-Trumpsku gleraugunum á la Maison:
http://ruv.is/frett/rautt-ljos-a-friverslun-graent-a-kol-og-oliu
Ragnar Kristján Gestsson, 22.11.2016 kl. 07:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.