Sölumennska fjölmiðla
6.10.2016 | 07:46
Það hefur vakið eftirtekt og verið tíðrætt hvernig fjölmiðlar (fjórða og öflugasta valdið) beinlínis þó skapa ímyndir stjórnmálamanna (helst þó erlendra) með myndavali. Gott dæmi um þetta er forsetakosningarnar í USA. Þar hugnast íslenskum fjölmiðlum ekki repúblíkaninn Trump enda eru myndirnar af honum nánast allar með munninn geiflaðan og hárið útum allt. Á sama tíma eru myndirnar af Hillary af allt ððrum toga. Ég valdi að gamni mínu myndir af hinu gagnstæða, þ.e. undarlegar af Hillary en hlutlausa af Trump. Svona myndir sjást sjaldan, ekki satt?
Selja kjósendum tilfinningarnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mikið rétt Ragnar, auk þess sneyða helstu fjölmiðlar hér og erlendis hjá allri spillingunni sem Hillary hefur flækt sér og öðrum í. Trump er tekinn á beinið fyrir sína veikleika en gjörspyllt Hillari er hyllt fyrir allt sem hún er ekki.
Tómas Ibsen Halldórsson, 6.10.2016 kl. 09:42
Ekkert sannara fjórða of öflugasta valdið eins og þú segir er alltof valdamikið sérstakleg á Íslandi þar við borgum fyrir það eins og annað.
Valdimar Samúelsson, 6.10.2016 kl. 11:22
Þakka innlitin, @Tómas: tvisvar hef ég bloggað um Hillary, einmitt vegna meintrar vanhæfni hennar og tengsla hennar við stórgróðafyrirtækin sem ég vill meina að bjagi hennar sýn á tengsl USA við alheiminn. Sjá hér:
http://ragnargests.blog.is/blog/ragnargests/entry/2180837/
http://ragnargests.blog.is/blog/ragnargests/entry/2174496/
Ragnar Kristján Gestsson, 6.10.2016 kl. 11:39
Bandaríkjamenn standa frammi fyrir tveim slæmum kostum. Hvorugur þeirra er góður, en annar kosturinn er þó öllu verri en hinn.
Það yrði ekki einvörðungu skaðlegt fyrir Bandaríkin verði Hillary kosin, heldur yrði það skaðlegt fyrir alla heimsbyggðina.
Það má ekki gerast að þessi spillta kona komist til frekari valda, hún mundi valda enn meiri skaða en hún hefur nú þegar valdið, en þar er af mörgu að taka, ég tala nú ekki um þær svívirðingar að nota opinbert embætti til að hygla sjálfri sér og láta múta sér svo um munar. Hver annar kæmist upp með að brjóta lög og reglur eins og frú HC hefur komist upp með???
Nú vilja menn sem dæmdir hafa verið fyrir minni sakir en þær sem HC braut af sér, fá sömu meðferð og hún. En hvaða líkur eru á því að þeir njóti sannmælis á við hana, þeir bera nefnilega ekki nafnið Clinton.
Tómas Ibsen Halldórsson, 6.10.2016 kl. 15:03
Börnin mín sögðu mér eftirfarandi skrítlu:
Hillary og Trump sitja í flugvél sem hrapar. Hver bjargast?
Bandaríkin.
Ragnar Kristján Gestsson, 8.10.2016 kl. 08:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.