Pólitísk aftaka blaðamanna
11.5.2016 | 07:54
Það hefur verið merkilegt að fylgjast með þessu ferli öllu, hvernig Jóhannes Kr. í broddi meðvirkrar fylkingar slátraði Sigmundi Davíð og ýmsum öðrum. Án þess að ég telji mig vera sérfræðing í skattamálum gat ég aldrei betur séð en Wintris væri lítið annað en bankareikningur erlendis. Vegna þess að Sigmundur átti peninga erlendis (sem hann hafði vel að merkja borgað skatta af á Íslandi) lagði Jóhannes dæmið upp sem hann væri glæpamaður sem sefjaður múgurinn krafði að yrði að deyja.
Nú þegar búið er að fá svar við skattamálum Sigmundar í ljós kemur að stormurinn um hann reyndist vera pólitísk aftaka, verður spennandi að vita hver spunameistarinn er sem lagði dæmið upp fyrir Jóhannes. Annars eru merkilega margir punktar í þessu dæmi öllu sem eru athygliverðir og fróðlegt verður að fá svar við þegar fram í sækir.
Hver er uppljóstrarinn sem þóttist hafa reynt að koma þessi til Wikileaks? Hvað er til í því sem Juan Carlos Varela forseti Panama sagði: að Panamaskjölin væru baktjaldamakka stórveldanna? Tengist það okkur og þá hvernig? Hvernig stendur eiginlega á því að engir stórlaxar í t.d. Þýskalandi, USA, Frakklandi osfr.osfr. Hvernig stóð á því að HÍ lenti ekki meira í umfjöllun en raun bar vitni? Í lögfræðilegri útungurnarstöð HÍ kenndu þeir ætti að stofna aflandsfélög eins lektorinn í skattarétti Kristján Vald. sýndi. Og Dorrit og Ólafur, er það ekki sami stormurinn í vatnsglasinu?
Hátt í 400 milljónir í skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
KPMG-endurskoðendur voru líka mjög góð heimild um trausta stöðu Kaupþings korteri fyrir Hrun. Er ekki miklu einfaldara og meira trausvekjandi að birta einfaldlega kvittanir frá skattstofunni?
Jón Bragi Sigurðsson, 11.5.2016 kl. 10:29
Færð þú kvittanir frá skattstofunni Jón. Aldrei hef ég fengið slíkt.
Siggi (IP-tala skráð) 11.5.2016 kl. 10:59
Ég get alla vega örugglega fengið staðfestingu á því hjá skattstofunni hvað ég hef greitt í skatta og tel það mun traustari heimild heldur en það sem kemur frá keyptum fyrirbærum eins og KPGM . . .
Jón Bragi Sigurðsson, 11.5.2016 kl. 11:20
Alveg eru þetta dæmigerð viðbrögð frá fótgönguliðum "Vinstri Hjarðarinnar" og fjölmiðlanna þeir segja; ÞAU VORU SAMT AÐ LJÚGA!!!!
Jóhann Elíasson, 11.5.2016 kl. 12:42
@ Jón Bragi: einmitt, og eins var PwC (PricewaterhouseCoopers)
mjög liðliegt þegar þurfti að fá ´ákveðið sjónarhorn´sem hentaði útrásarvíkingum í lygafléttunni.
@ Siggi: ég á kvittanir frá undanförnum skattskilum mínum undanfarin 4 ár (eða frá því síðasta tölva gaf óvænt upp öndina). Þannig að þetta er til. Það er síðan allt annað mál hvort ég afhendi blaðamönnum heimild til að rukka mig eftir kvittuninni þegar þeim hentar.
@ Jóhann: Slæmt Jóhann að þú skulir ekki geta svift af þér hulunni þegar staðreyndir blasa við. Ert þú þá ekki fótgönguliði … hvaða hjarðar annars?
Ragnar Kristján Gestsson, 11.5.2016 kl. 14:18
Því hefur löngum verið haldið fram að fyrir sekt þurfi sannanir, en til allrar hamingju fyrir RUV og álitsgjafa þess úr háskólasamfélaginu, þá þarf dómstóll götunnar ekki á neinu slíku að halda.
Sigmundur Davíð og Davíð Oddson brutu eingin lög en voru báðir reknir. Jóhanna og Steingrímur brutu bæði almen lög og grunnlög en ekkert gerðist. Auðvita er Jón og séra Jón ekki sama.
En spurningin er, hversu lengi ætla Íslendingar sem geta ekki lengur kallað sig þjóð, að láta þessa Austurvallar þjóð hafa frjálst spil undir stjórn minnihluta alþingis og RUV
Hrólfur Þ Hraundal, 12.5.2016 kl. 10:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.