Frumhlaup Gunnars Braga
15.8.2015 | 08:58
Ótækt er fyrir ríkisstjórn, og raunar fyrir hvern rekstur, að hafa starfsmenn í lykilstöðum sem vinna beinlínis gegn hagsmunum landsins. Það gengur ekki lengur að Gunnar elti gagnrýnislaust þá leiðtoga álfunnar sem eru hvað mestar strengjabrúður NATO og ESB. Hálf ríkisstjórnin er á fullu við að reyna að leiðrétta þann skaða sem hlaust af því að Gunnar starfi sem utanríkisráðherra. Megi sá næsti (komi hann fljótt) bera gæfu til að hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi en ekki stríðsæsing kollega sinna erlendis.
Vil samt ekki taka undir orð lögmannsins Sigurðar G. enda hefur hann mun oftar reynst leika tveim eða þrem skjöldum (sbr. eigendaskipti DV).
Forsætisráðherra ræddi við Medvedev | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Ef við setjum Tékkóslóvakíu í stað Krímskaga, Austurríki í stað austurhluta Úkraínu og Þýskaland í stað Rússlands og hugsum til fjórða áratugar síðustu aldar í stað nútímans þá sjáum við hvaða hagsmunir lyggja undir.
Staðreyndin er sú að Pútín mun ekki stoppa með útþennslustefnu sína fyrr en hann er stoppaður af. Hann hefur sjálfur sagt að fall Sovétríkjanna hafi verið „mestu pólitísku hamfarir síðustu aldar“ og er að reyna að endurreisa Sovétríkin. Í því felst að innlima fyrrum ríki Sovétríkjanna undir Rússland.
Ef Rússar verða ekki stoppaðir af núna þá munu þeir taka yfir einhvert annað ríki næst og svo koll af kolli þangað til þeir verða stoppaðir af það er ef þá er unnt að stoppa þá af. Þá mun fara fyrir lítið stuðningur okkar við frelsisbaráttu Eystrarsaltsríkjanna því þau munu missa það frelsi sitt aftur.
Þessi deila er ekki til komin vegna einhverrar útþennlustefnu ESB eða NATO. Hún er komin til vegna útþennslustefnu Rússlands sem var að seilast til áhrifa í austur Evrópu þar með talið Úkraínu með bæði hótunum og mútum til fyrrum forseta landsins. Þjóðirnar næst Rússum í Evrópu hafa leitast við að komast í ESB og NATO í viðleytni sinni til að verjast útþennslustefnu Rússa því þau vita að það minnkar lýkur á innrás þeirra í lönd sín ef þau eru aðilar að þessum bandalögum.
Það er einnir rangt sem komið hefur fram að löglega kjörin forseti í Úkraínu hafi verið settur af í byltingu. Staðreyndin er sú að það margir af þingmönnum stjórnarflokkanna blöskraði framganga hans sem setti fullveldi landsins í hættu og hættu því að styðja stjórn hans. Stjórnin missti því þingmeirihluta sinn og því þurfti hún að fara frá. Slíkt gerist í öllum lýðræðisríkjum og er einfaldlega hluti af leikreglum lýðræðisins.
Við skulum ekki gera sömu mistökin og Chamberlain og hans skoðanabræður frá fjórða áratug síðustu aldar. Það verður að stoppa Rússa af og það strax í Úkraínu. Við skulum ekki vera svo barnaleg að halda að þeir láti staðar numið þar ef við einfaldlega látum þá komast upp með það.
Ef við spyrnum ekki strax við fótunum þá erum við að setja í hættu það prinsipp að þjóðir hafi ekki rétt á að hernema aðrar þjóður að hluta til eða öllu leyti. Fyrir vopnlausa þjóð eins og okkur er þetta prinsipp mjög mikilvægt. Fullveldi okkar og sjálfstæði er í hættu ef það prinsipp brestur. Það eru því fáar þjóðir sem eiga eins mikið undir því að það prinsipp haldi eins og við.
Það er þess vegna sem við eigum að taka fullan þátt í þessum viðskiptaþvíngunum gegn Rússum en ekki skorast undan og láta aðrar þjóðir bera kostnaðinn af þessari baráttu sem skiptir okkur svo miklu. Það að skorast unda er að fórna meiri hagsmunum fyrir minni til lengri tíma litið.
Sigurður M Grétarsson, 15.8.2015 kl. 09:21
Sæll Sigurður, þakka þér athugsemdirnar enda þótt flestar þeirra þurfi nánari skoðunar við. Kannski vegna forsendubrests. Fólk mér eldra segir oft frá þeim tímum þegar umræðan á Íslandi hafði tvo póla, Moggann og Þjóðviljann og flestir áttuðu sig á því að bæði sinntu blöðin bara einni hlið umræðunnar. Sannleikurinn lá þá oft einhverstaðar á milli. Í dag þarf því að leitast eftir að lesa fleiri fjölmiðla en þá sem moka gagnrýnislaust frá TASS eða Reuter.
Pútín er ekki Hitler. Ef þú hinsvegar túlkar það svo bjagast restin náttúrulega. Pútín tók við ríki sem tengdist þeim löndum sem áður voru gömlu Sovétríkin. „Útþenslustefna“ hans hefur yfirleitt tengst viðskiptalegum og stjórnmálalegum hagsmunum Rússlands sem er langstærsta ríkið innan þessa fyrrum ríkjabandalags. Mig langar að útskýra orðið „útþenslustefnu“ t.d. með því hvað Bandaríkin eru að gera í miðausturlöndum. Raunar mjög fróðlegt að bera þessi tvö lönd saman hvað „útþenslustefnu“ áhrærir. Enska orðið „geopolitík“ á t.d. miklu betur við um tilburði USA og hvernig þeir beita NATO þar fyrir sig. Eða heldurðu virkilega að rússneski björninn hefði verið í miklum vandræðum að taka Úkraínu ef þeir hefðu viljað það?
Nú fylgdist ég eins vel og mér var unnt með hvernig þessi deila byrjaði. Ég bjó í Hamburg á sama tíma og boxarinn Vitali Klitschko og fylgdist með uppvexti hans innan CDU (flokks Merkel). Þegar þjóðin hafði fengið sig fullsadda af sukkinu hjá Janukowitsch var hann bókstaflega sendur þangað, með fjárstuðningi og hjálp CDU. Það kom fram margoft og víða. Þar hittust þau Klitschko, Jazenjuk (sem auglýsti á heimasíðu stofnunar Jazenjuks ´Open Ukraine´ að NATO og allskyns pro-USA hópar styddu hann), Tiagnibok (nasisti) og Timoschenko (oligarki). Og gegn Janukowitsch sem þrátt fyrir sína galla var lýðræðislega kjörinn forseti Úkraínu. Sumsé fulltrúar ESB og USA styðja byltingu þar sem löglega kjörinn forseti var settur af. Hér segja kanarnir: ´get your facts strait´.
Nýja ríkisstjórnin hafði ekki fyrr sett sig í embætti en þeir fóru eftir prótokoll allra andlýðræðislegra stjórnarræningja, réðust inn á skrifstofur dagblaðanna, ráku þar ritstjóra með ofbeldi og settu sína dindla í þeirra stað. Lýðræði?
Og í stað þess að reyna að horfa á hluti í samhengi fer Gunnar Bragi og sinnir erindum sinna erlendu yfirboðara í stað þess að halda því hugföstu að hans skuldbinding er við hagsmuni þjóðarinnar sem kaus hann … öh … flokkinn hans.
Ragnar Kristján Gestsson, 15.8.2015 kl. 11:07
Vissulega hafa Bandaríkjamenn gert slæma hluti í Miðausturlöndum sem ég reyni ekki einu sinni að afska. Og vissulega felst mikill tískinnungur í því að setja viðskiptabann á Rússa fyrir að ræna landi af nágrannaríkjum sínum og myrða óbreytta borgara meðan ekki er sett viðskiptabann á Ísrael fyrir sömu sakir. En það dregur ekki úr nauðsyn þess að standa í lappirnar gegn Rússum.
Hvað varðar forsetan sem settur var af í Úkraínu þá var það eifnallega þannig að hann bakkaði með samning við ESB sem meirihluti þjóðarinnar og meirihluti þingmanna studdu og gerði á sama tíma samning við Rússa sem hefðu aukið veruleg áhrif þeirr í Ukraínu og í raun skert fullveldi landsins. Það leiddi til byltingar og þess að ríkisstjórnin á endanm missti þingmeirihluta sinn. Það gerist í öllum lýðræðisríkjum að löglega kjörnar ríkisstórnir hröklist frá völdum á miðju kjörtímabili vegna þess að þær missa þingmeirihluta sinn.
Það er alveg rétt að þeir sem nú stjórna í Úkraínu eru engir englar en það réttlætir ekki á nokkurn hátt framferði Rússa.
Aðalatariði málsins er það að ef Rússar og Ísraelar komast upp með að brjóta alþjóðalög án afleiðinga þá verða alþjóðalög marlítil. Það eru einmitt smáar þjóðir með lítin herstyrk sem tapa mest á því. Það er þess vegna sem mikilvægt er að samstaðan um aðgerðir gegn Rússum haldi og einnig þarf að koma á álíka samstöðu gegn brotum Ísraela á alþjóðalögum.
Sigurður M Grétarsson, 15.8.2015 kl. 12:24
Sæll Ragnar frændi (Mundakots- og Gamla Hrauns tenging) - sem og aðrir gestir, þínir !
Svokölluð: ríkisstjórn Íslands - er verri almannahagsmunum, en ekki.
Jafn miklir tjónvaldar - klíku Jóhönnu og Steingríms J. (2009 - 2013), fyrrum.
Gjalda vil ég þér varhug: við and- Rússneskum áróðri Sigurðar M Grétarssonar / sem annarra ýmissa, ámóta honum.
Gildir Sigurð engu - þótt nú sitji þjóðvina stjórn Pútíns í Moskvu / eða Keisarastjórn, af fyrri alda meiði - eða önnur stjórnar form, yfirleitt.
Sigurður M, ásamt öðrum velunnurum NATÓ/ESB samsteypunnar geta ekki unnt Rússum verðugrar arftöku hins Austur- Rómverska ríkis, sem féll í Konstantínópel 1453 - auk þess, sem Sigurður M, svo og núverandi valdhafar á Íslandi, eru einna dyggustu stuðningsmenn óboðlegrar útþenzlu sem uppivöðzlu Múhameðsku villimennzkunar í veröldinni - sem hér á landi einnig, frændi sæll.
Með beztu kveðjum: úr Efra- Ölfusi / fremur þurrum vitaskuld, til Sigurðar M Grétarssonar, og hans líka //
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.8.2015 kl. 13:04
Sæll Óskar, verð að fletta þér upp í ættarbókinni við tækifæri. Þakka þér annars innlitið :-)
Sæll líka Sigurður, þetta er að hluta til rétt, samningurinn sem Janukowitsch gerði við Rússa truflaði mestmegnis vestari hluta Úkraínu og fjarri því stóran hluta þeirra. Þetta leiddi til mótmæla sem voru hinsvegar studd af vestrænum öflum sem sáu sér leik á borði að demókratísera Úkraínu á sinn máta. Studdu sumsé óeirðirnar með peningum og mannafla. Það leiddi til byltingar. Ekkert með að löglegar kjörnar ríkisstjórnir hrökklist frá völdum sem hluta lýðræðislegs ferlis.
Og hvað er nákvæmlega ´framferði Rússa´ sem þú talar um?
Annarsvegar hafa Ísraelar komist upp með að brjóta alþjóðalög vegna tengsla sinna við Bandaríkin, er ekki að ástæðulausu kölluð USrael manna á meðal. Hinsvegar vegna nálægðar þeirra við olíulindir þær sem Bandaríkin ásælast. Slæmur kokteill það.
Sá athyglisvert myndband sem mér þótti útskýra ágætlega stuðning ríkjanna við rósturnar og síðan byltinguna í Úkraínu. Skoðaðu þetta Sigurður, það er stutt en laggott.
Ragnar Kristján Gestsson, 15.8.2015 kl. 18:11
Aftur ég ... ætlaði að reyna að fella þetta inn voða flott en tókst ekki. Hérna er hinsvegar slóðin
https://www.youtube.com/watch?v=IMhgZY9GA10
Ragnar Kristján Gestsson, 15.8.2015 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.