Vöxtur 1. valdsins

Tengsl fjölmiðlunar og valds eru gríðarleg.  Sú var tíð að fjölmiðlar væru kallaðir 4. valdið og sátu þá hógværlega í forsælu þrískiptingar hins raunverulega valds: dóms-, löggjafar- og framkvæmdavalds.  En í Murdoch-skum anda sem fullyrti að hann hefði persónulega komið nokkrum ríkisstjórnum til valda og fellt aðrar, má hæglega leiða að því getum að fjölmiðlar séu jafnvel 1. valdið.  Nefni máli mínu til stuðnings hvernig forsetakosningar í USA eru háðar í og utanum tilveru fjölmiðla - og hafa verið það síðan Kennedy/Nixon 1960.
 
Tengsl fjölmiðlunar og peninga eru líka ekki minna rannsóknarefni og margir skoðað eignarhald fjölmiðlunar á Íslandi. Alþekkt er t.d. hvernig Mbl. tengist sægreifunum og Fréttablaðið/ 365 miðlar Baugsveldinu.  En við getum t.d. til „gamans“ skoðað á Forbes listanum hvað milljarðamæringarnir t.d. í topp 20 séu margir tengdir fjölmiðlun af einhverju tagi.  Lauslega taldi ég 5 en Murdoch sjálfur er bara í #77.


En af því að Björn Ingi var kaupandinn, (skv frétt RÚV) má þá gera því skóna að Framsókn ætli sér að kefja landshlutaumræðuna eða í besta falli stýra henni?  Eða eru þetta bara vaxtarórar Binga?  Á hvorn vænginn er vegið þá er það hið allra versta mál þegar frjálsir fjölmiðlar eru keyptir málstað til stýringar eða stuðnings. Hvort tveggja skerðir tækifæri á umræðu byggðri á fjölbreyttu áhorfi og skoðun.

Örfá orð um það hvernig peningar stýra umræðunni.  Er ekki kominn tími á blað sem ekki er stýrt út frá peningum heldur hugsjónum?


 

mbl.is Fótspor ehf. hættir útgáfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband