kúltúr og cash

Ég var viðskiptavinur Sparisjóðs Vestmannaeyja og lenti inni í Landsbankanum þegar sparisjóðurinn lagðist á hliðina.  Fór óhress með efasemdir mínar um ´Björgúlfsbanka´ og ´hrunadansbanka´ til kunningjakonu minnar í bankanum sem kontraði efa minn með því að benda ljúflega á að þetta væri nú eini ríkisbankinn.  Væri þannig í höndum þjóðarinnar ólíkt semkeppnisaðilunum sem eru þegar farnir að færa sig hratt uppá 2007 skaftið að nýju með bónusgreiðslum og sömu söluhvetjandi ferlunum sem svæfðu siðgæðið hvað hraðast í bólunni fyrir kreppu.
Ekki svo að skilja að ég hafi haldið Landsbankann undir stjórn Steinþórs og same-old vera krosstré, en nú virðast vera komnir sjáanlegir þverbrestir í þá spýtu.  Hrokinn er í því fólginn að detta í hug að peningastofnun í eigu þjóðarinnar (og vel að merkja peningastofnun sem er í hugum allra sem eiga sér minni sem nær lengra en 7-8 ár aftur, tengd „óráðssíu, glæframennsku og flottræfislhætti“ eins og Elliði segir réttilega) eigi að vera á langbestu og dýrustu lóð á Íslandi, gnæfandi yfir miðbæinn og höfnina, Hörpunni til höfuðs.  Og helst stærri en Seðlabankinn. 

Og hver eru skilaboðin til okkar?  Kúnnanna og þjóðarinnar?


Það er hinsvegar verst að nú get ég illa hótað því að flytja mín viðskipti annað, það er búið að útrýma allri samkeppni á bankamarkaðnum.  Ég batt lengi vonir við Sparibankann hans Ingólfs en nú virðist fokið í flest skjól.

Hvernig stóð á því annars að bara Elliði af öllum fulltrúum hluthafa gerði athugasemdir?  Stóð hinum á sama eða fjallaði Mbl.is ekki um þá?  Hver er fulltrúi þjóðarinnar á hlutahafafundi Landsbankans?

 

mbl.is Engin „flottræfilshöll“ við Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Skil þig vel Raggi. Ég hraktist úr SPRON við fallið og var flutt hreppaflutningum yfir í Kaupþing sem síðar myndhverfðist í Arion. Kunni ekki við slíka forræðishyggju og flutti mig í MP sem á þeim tíma var eina hreina bankameyjan. Nú hefur MP vaxið úr grasi og vill leika með stórustrákunum. Mér hefur verið tilkynnt að þeir þurfi ekki á svona hornsílum eins og mér að halda, þannig að nú mun ég beina viðskiptum mínum í Landsbankann. Það geri ég vegna þess að þeir vilja vera áfram í miðbænum þar sem ég bý. Enginn annar banki er lengur með útibú í miðbæ Reykjavíkur svo ég ætla að standa með þessari byggingu "come hell or high water". Annars sendi ég þér kveður þarna á suðurströndina og óska þér til hamingju með barnaskarann. Mamma Marvins

Ragnhildur Kolka, 22.7.2015 kl. 16:46

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sæll og blessaður Ragnar, það tekur því varla að gerast bloggvinur minn, því ég er eiginlega ekkert að blogga. Rakst a bloggið þitt á FB-síðu mömmu þinnar ? (Ernu Maríu Ragnarsdóttur). Ég mun þó fylgjast með þér a Moggablogginu fyrst þú ert farinn að skrifa þar. Alltaf hressandi að fá nýja sýn á hlutina.

Ragnhildur Kolka, 22.7.2015 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband