Píratar og æskubrunnurinn
26.5.2015 | 16:54
Til hamingju píratar, eiginlega er ég óvenjulega sáttur við þessa grein mbl, sérstaklega þegar ég les útúr því hvað ég sé ungur í anda að styðja ykkur :-)
Gegnsæi og lýðræði - frumforsendur í lýðræði.
Píratar halda enn sjó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Niðurtalning að venjubundnum haturspistli Páls Vilhjálmssonar í garð pírata hefst núna: 10... 9... 8... 7... 6... 5...
Guðmundur Ásgeirsson, 26.5.2015 kl. 17:38
Uss. Þú platar engann með þessu. Ert bara vondur vinstrimaður og anarkisti í fýlu yfir góðu gengi ríkisstjórnarinnar.
</kaldhæðni>
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 26.5.2015 kl. 17:51
Ég er svosem ekki sammála öllum baráttumálum pírata en það sem ég hreinlega dáist að er HVERNIG þeir vinna hlutina. Þar get ég ekki séð neinn flokk komast með tærnar þar sem þau hafa hælana. Og af því að grundvöllurinn skiptir mig meira máli en nákvæmlega niðurstaðan (OK, allavega svona í grundvallaratriðum) þá styð ég þá. Og alveg þangað til einhver toppar þá í þessum grundvelli.
Glotti nú stundum að Degi sem finnst útvortis prófíll vera einhverskonar gegnsæi.
Ragnar Kristján Gestsson, 26.5.2015 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.