Hver gæti Íslandspóstur þá stefnt?
16.4.2015 | 07:42
Hvert er þá hlutverk Íslandspósts?
Mörg ríki Bandaríkjanna hafa séð í póstútibúunum ákv. bankahlutverk: postbank. Banki sem sinnir grunnþjónustu og hefur önnur markmið en stóru bankastofnanirnar. Venjuleg bankaviðskipti og hugsanleg neyslulán færðust þá hugsanlega yfir á póstbankann en bankarnir gætu sinnt sínum afleiðuviðskiptum og áhættustýrðu aflandsviðskiptum í friði fyrir okkur sem kjósum að leggja ekki nafn okkar við slíkar stofnanir. Bankinn gæti haft hugmyndir Sparibankans hans Ingólfs til hliðsjónar: það er ekkert lögmál að tekjur banka renni til eigendanna. Þær gætu allt eins runnið til viðskiptavinanna. Ég myndi leggja fjármagn í stofnun slíkrar stofnunar og flytja viðskipti mín þangað - umsvifalaust.
Póstrekstur ekki hlutverk ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.