Líst VEL á tillögu Frosta

Ég hef haft áhuga á hugmyndum Frosta um árabil og hef böðlað mér í gegnum það sem hann hefur verið að segja m.a. á síðunni http://betrapeningakerfi.is/  Möguleikarnir sem þessar pælingar um afnám brotaforðakerfisins bjóða samfélaginu eru mjög spennandi.  Ég íhugaði m.a.s. að kjósa Framsókn útá Frosta og hans pælingar núna síðast því þar komu þeir með nýja sýn á knýjandi vandamál.  Enda hefur það sýnt sig að nú þegar hýtin hefur gleypt í sig endurgreiðsluna er forsendubresturinn enn við lýði.

Það er kannski ekki von að varðhundar sitjandi fjármálaafla reki upp bofs hér og hvar því þetta þýðir býsna mikla breytingu á högum og hefðum bankanna. Var eiginlega búinn að afskrifa þessar breytingar, sorgmæddur yfir meintu ofurvaldi bankalobbýsins.

Hvet alla til að lesa í gegnum skýrsluna.  Lagði sjálfur ekki í enskuna en HÉR er að finna íslenska samantekt.
Fyrir grúskara er síðan krækja á síðu POSITIVE MONEY, „hreyfingu sem vill lýðræðisvæða peninga og bankakerfi svo það vinni fyrir samfélagið en ekki gegn því“ (tekið af síðu hreyfingarinnar 14.4.´15).
Hér greinin þar sem fjallar um Frosta.

... og að lokum eitt myndband af síðu ´Betra Peningakerfi´ svo auðveldara sé að skilja mikilvægi breytinganna.


mbl.is Líst ekki á tillögu Frosta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband