Frábær sigur
11.4.2015 | 08:30
Frábært. Og mikilvægt fordæmi í baráttu einstaklinga við kerfið. Að opinber vinnustaður eigi að fá að skerða málfrelsi og rétt til tjáningar er ótrúlega austantjaldslegt og Akureyrarbæ sannarlega ekki til uppdráttar og álitsauka. Ég vona að norðlendingar muni eftir þessum dómi þegar kemur að kosningum. Hér er krækja á bæjarfulltrúa Akureyrarbæjar.
Snorri er mikill baráttumaður og mér er ljúft og skylt að óska honum (og lýðræðinu) hjartanlega til hamingju með sigurinn.
Síðan er mér spurn -hvað gerist núna? Hefur bæjarfélagið manndóm í sér til að viðurkenna úrskurð innanríkisráðuneytisins? Hvernig bæta þeir honum tjónið? Að þeir bjóði honum starfið sitt aftur er náttúrulega lágmarksréttlætiskrafa hvort sem Snorri tekur við því.
![]() |
Snorri í Betel sýknaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Mannréttindi | Aukaflokkur: Trúmál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.