Barcelona og Selfoss

Í Barcelona er fólk komið upp í kok af allsberu fólki, kalla það óværu en á Selfossi sést svo lítið af því að það er fenginn kynlegur fræðingur úr Reykjavík til að sýna fermingarbörnum það sem spánverjar vilja losna við að sjá.  Eru við svona hispurslaus og ofboð frjálslynd, og spánverjarnir forpokaðir og gamaldags?  Eða hvað?
mbl.is Ekki fleiri drukkna og nakta ferðamenn takk fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bullukollur!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.9.2014 kl. 20:44

2 identicon

Nei, alls ekki. Íslendingar eru teprulegasta þjóð í heimi, hvað varðar nekt og kynlíf, í harðri samkeppni við talibana. Frjálslyndi í þeim efnum á Íslandi er ekki til, enda er Ísland eina landið í vesturheimi þar sem nekt er alfarið bönnuð.

Nakið fólk á almannafæri er ekki til vandræða, en það er dauðadrukkið fólk sem veltis um göturnar. Vandamálið er ekki að það sé nakið, heldur að það er með drykkjulæti. Og þá gæti það alveg eins verið í fullum klæðnaði, dauðadrukkið fólk sem er með hávaða og læti er alltaf til vandræða, klætt eða afklætt.

Nekt hefur ekkert með það að gera.

Pétur D. (IP-tala skráð) 7.9.2014 kl. 14:59

3 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

@Haukur: :-)

@Pétur: Hvað er fengið með því að vera teprulegur eða vera ekki teprulegur?  Hvað er fengið með því að vera frjálslyndur eða banna nekt á almannafæri?  Af hverju finnst þér t.d. mikilvægt að nekt sé undanskilin sem vandræðagangur?  Er til eitthvað sem heitir eðlileg blygðunarsemi?  Ert þú ekki bara fyrst og fremst að tjá þínar langanir?  
Ég fyrir mína parta sé vandamál í því að blanda saman kynfræðslu og fermingarfræðslu.  Sé enga tengingu í augnmáli.  Ég hef margsinnis horft á dauðadrukkið fólk og séð í því ákv. vandamál, á m.a.s. tiltölulega auðvelt með að sjá vandann stækka við að það sé berstrípað í ofanálag.  Langar gjarnan til að losna við að horfa uppá slíkt.  Slíkar eru nú mínar langanir.

Síðan geturðu efalaust glaðst yfir að hafa algerlega rangt fyrir þér með að við séum teprulegasta þjóð í heimi, starfsfólk sundlauganna ætti að geta frætt þig um hver margar þjóðir hreinlega veigra sér við þrífa sig þar allsnakin „á almannafæri“ eins og okkur þykir sjálfsagt og eðlilegt.

Ragnar Kristján Gestsson, 7.9.2014 kl. 19:53

5 identicon

Nei, það er ekkert til sem heitir "eðlileg blygðunarsemi". Blygðunarsemi er ekki meðfædd, hún er lærð af öðrum og þjónar engum tilgangi.

Að sundlaugargestir í Bretlandi þvoi sér ekki firrir ekki Íslendinga titlinum "teprulegustu þjóð heims". Sturtuklefar með öðrum af sama kyni er EKKI nekt á almannafæri.

Kynlífsfræðsla er nauðsynleg og fyrir fermingu, þótt þetta hafi verið trassað í íslenzkum skólum. Eðlilegt að fermingarbörn fræðist um hvernig hitt kynið lítur út í sambandi við fermingar, hvort sem það sé á vegum kirkjunar eða Siðmenntar.

Nekt er ekki vandræðagangur í sjálfri sér. En það eru drykkjulæti. Skiptir engu máli hvort fólk sé nakið eða ekki.

Ertu með fleiri spurningar?

Pétur D. (IP-tala skráð) 7.9.2014 kl. 22:11

6 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Gaman að því hvað þú ert afdráttarlaus og einstefnulegur.  Kannski sjálfsagt að bæta því við að ég er ósammála öllu sem þú segir:

  • Hvort blygðunarsemi er meðfædd eða lærð skiptir svosem engu máli í þessu, ég held hún þjóni mannskepnunni, þú heldur að allar skepnur sé eins. Röksemdir?
  • Það eru raunar fleiri þjóðir en Bretar sem kinoka sér við að strípast fyrir framan aðra.  Sem gerir okkur væntanlega ekki titilhafa.  Sem maður ætti svosem ekkert að skammast sín fyrir?  Þetta með nekt á almannafæri var innan gæsalappa og er tilvitnun í sundlaugargest (ekki breskan) sem ég ræddi við í fyrrasumar.
  • Og tengsl milli kynfæramynda og fermingar eru hver?
  • Hvort það skipti máli hvort fólk er nakið eða ekki - ef þú hefur röksemdir, ekki fullyrðingar - þá komdu með þær.  Annars eru þínar fullyrðingar jafn (lítið) merkilegar og mínar.

Ragnar Kristján Gestsson, 7.9.2014 kl. 22:54

7 identicon

Fyrsti punkturinn í athugasemd þinni er bara bull. Þú ert að gera mér upp skoðanir sem ég hef ekki. Ég hef hvergi skrifað að allir séu eins, þvert á móti þá er það míns skoðun, að allir séu mismunandi. Því miður er viðhorf margra, ekki sízt hjá hinu opinbera, að fólk sé bara einn grár massi sem sé sammála öllu sem matreitt er fyrir það. Þótt mér finnist persónulega að flestir Íslendingar séu óttalegir sauðir þegar kemur að því að hreinsa út í spillingarmálum hjá hinu opinbera. Í staðinn fyrir að skera upp herör gegn spillingu, verður allt flokkspólítísk og ekkert verður úr neinu. En nú er ég víst kominn út fyrir efnið.

Varðandi nekt, þá er það staðreynd, að nakið fólk hefur ekkert að fela og það getur heldur ekki falið sig bak við föt sem sýnir þjóðfélagslega stöðu þess. Þess vegna er það ekki með neinn hroka eins og jakkafata- eða pelsklætt fólk oft hefur.

Varðandi kynfæramyndir: Mér finnst ekki seinna vænna að upplýsa unglinga á fermingaraldri hvernig hitt kynið (jafnaldra) lítur út, því að ekki fræðast íslenzkir unglingar um það á annan hátt (nema þeir búi í útlöndum). Eða vilt þú bíða með það þangað til undir sæng er komið á brúðkaupsnóttinni?

Ég er hlynntur kynlífi fólks í sambúð FYRIR hjónaband, þannig getur fólk séð hvort það sé samræmanlegt (compatible) á kynlífssviðinu eða ekki. Ef það er ekki samræmanlegt, þá er tilgangslaust að vera að gifta sig. Ég veit ekki hvaða skoðun þú hefur á þessu, en mig grunar að þú aðhyllist skírlífi fyrir giftingu. En láttu mig endilega vita, því að ekki eru allir kristnir eins, sem betur fer, sumir eru frjálslyndari en aðrir, en þeir tilheyra yfirleitt fríkirkjunum.

Ég er líka ósammála þér í öllum hinum atriðunum, þetta eru hlutir sem ekki er hægt að færa rök fyrir, þetta eru mínar skoðanir byggðar á áratugalangri reynslu frá meginlandi Evrópu. Og ég mun ekki skipta um skoðun. Í hvert skipti sem ég ræði t.d. við bókstafstrúarmenn styrkjast mínar eigin skoðanir og sannfæringarkraftur minn er gífurlega sterkur, bæði hvað varðar stjórnmál og hvað varðar trúmál. Ég þakka það ekki sízt því aðhaldi sem skoðana-andstæðingar mína veita mér. Í hvert skipti sem þeir lýsa yfir sínum skoðunum, þá eykst sú sannfæring mín að ég hafi rétt fyrir mér. Þetta er líka mín reynsla þegar fólk, sem hefur gjörsamlega rangt fyrir sér fer að árétta mig. Svo kemur á daginn að þetta fólk óð sjálft í villu.

Ég legg til að málið sé útrætt af minni hálfu og við höldum áfram að vera ósammála um flestallt, ekki sízt trúmál, þar eð styð kirkjulegar hjónavígslur fyrir samkynhneigða, en þar sem mig grunar, að þú sért ekkert ofsalega spenntur fyrir því. En þú átt kannski eftir að breyta viðhorfi þínu og láta biblíuna lönd og leið. Takk fyrir áheyrnina.

Pétur D. (IP-tala skráð) 8.9.2014 kl. 12:52

8 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Vá, þú fórst á flug?!  Og gerðir mér upp FULLT af skoðunum.  T.d. um trúmál og samkynhneigð. Gaman að þessu :-)  Og vítt farið.  En pointið hjá mér var ekki að fá þig til að skipta um skoðun, meira að viðra mína skoðun og sjá þig viðra þína.  Blog.  Einmitt aðhaldið og það allt.  En fyrst þú ert hættur þá skrifa ég þetta meira fyrir mig og æfinguna.

Ég er ósáttur við að börn í fermingarfræðslu (ath lesist: ekki í lífsleikni/ náttúrufræði/ kynfræðslu/ …) séu sett fram fyrir að velja hvort þau vilji horfa á myndir af einkastöðum annarra.  Sé ekkert samhengi milli fermingarinnar og typpa/pjöllumynda og styð það ekki.  Ef þú sérð samhengi máttu gjarnan benda mér á það.  Ef foreldrar kjósa að senda börnin sín í fermingarfræðslu (ég by-the-way geri það ekki en áskil mér rétt á skoðun á málinu) finnst mér þau eigi að geta gengið að því að námsefnið tengist þessum áfanga.  Alveg eins og að ef ég sendi börnin mín á sundnámskeið vil ég að þau læri að synda, ekki að borða með hnífi og gaffli, hversu mikilvægt sem einhverjum kann að finnast það.

Sérðu þetta þannig að hroki sé staðbundið fyrirbæri - sitji eftir í fötunum og manneskjan verði frjálsari án þeirra? 

Margar hreyfingar hafa gert tilraunir með nekt (t.d. FKK -Freie Körper Kultur í Þýskalandi) allt 20. árhundraðið en yfirleitt deyja þær út eða einangra sig.  Annars vegar til að fá að vera í friði og eins vegna allir hinir vilja gjarnan vera í friði fyrir þeim.  Kynntu þér þetta og spáðu í hvort Spánverjar sé eitthvað öðruvísi en aðrir þegar kemur að þessu.  En þína skoðun veit ég nú orðið.

En fyrst þú gerir ráð fyrir að því að sannfæring geti aukist og minnkað, getur þá ekki samhæfanleiki / samræmanleiki (compatible) aukist, t.d. á kynlífssviðinu?  Bara vangavelta enda þótt ég setji hana aðallega fram til að sannfæring þín aukist í að þú hafir rétt fyrir þér ;-)  En ég gæti trúað því að mikilvægi skírlífis fyrir hjónaband tengist og hafi fyrst og fremst tengst vernd á hagsmunum kvenna og fjölskyldunnar. Heldurðu að mikilvægi þess hafi breyst mikið undanfarin 2000 ár eða svo?

Ragnar Kristján Gestsson, 8.9.2014 kl. 17:13

9 identicon

Það er ekki rétt að FKK hafi dáið út, þvert á móti vaxa naturistahreyfingar um allan heim, sérstaklega á meginlandi Evrópu. En auðvitað líður þeim bezt að vera þar sem aðrir eru afklæddir líka, en ekki einhverjir í fötum ("textiles") sem ýmist glápa eða hneykslast.

Svo til að nefna nekt á almannafæri, þá er það ekkert óalgengt bæði í Vestur- og Austur-Evrópu og enginn kippir sér lengur upp við það. En það var gott framtak sem borgarstjórn Barcelonea gerði fyrir nokkrum árum og rískisþing Californiu að leyfa nekt á almannafæri, sem og New York-ríki að leyfa að konur gengu um topplausar. Hins vegar eru alltaf skemmd epli sem ekki eyðileggja fyrir öðrum, eins og þessi drykkjusvín í fréttinni (sem líka eru drykkjusvín þegar þeir eru íklæddir fötum).

Því að það eru drykkjuraftarnir sem eru vandamálið, ekki naturistarnir.

Varðandi skírlífi í óvígðri sambúð, sem ég og flestir aðrir hvetja til, þá verðum við aldrei sammála, svo að við ræðum það ekkert frekar.

Nú held ég að efnið sé útrætt af minni hálfu. Góðar stundir.

Pétur D. (IP-tala skráð) 8.9.2014 kl. 18:39

10 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Annað tveggja er þetta svokallað Freudian slip hjá Hauki eða prentvillupúkinn hefur laumað sér inn í setningunni

  • „skírlífi í óvígðri sambúð sem ég og flestir aðrir hvetja til“ 

Sennilega fá fyrrnefndir flestir aðrir botn í þetta út frá samhenginu.

Ragnar Kristján Gestsson, 9.9.2014 kl. 20:29

11 identicon

Já, prófarkalesarinn minn var í fríi. :-)

Þannig að leiðrétting yrði:

a) Varðandi skírlífi í óvígðri sambúð, sem ég og flestir aðrir vara við, ...

eða

b) Varðandi kynlíf í óvígði sambúð sem ég og flestir aðrir hvetja til, ...

Take your pick.

Pétur D. (IP-tala skráð) 9.9.2014 kl. 22:40

12 identicon

Svo var það ég en ekki Haukur, sem gerði þessi alvarlegu mistök.

Pétur D. (IP-tala skráð) 9.9.2014 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband