ehemm - aðskilnaðarsinnar!
2.9.2014 | 07:56
Svo alls réttlætis sé gætt og jafnt gangi yfir alla - er ekki fordæmi fyrir því að kalla þá aðskilnaðarsinna sem vilja sjálfstæði sitt? Sjálfstæðissinnar hefur yfir sér yfirbragð samþykkis og virðingar. Af hverju er fjallað svona ólíkt um þessi keimlíku mál?
Nú verða kosningar þann 18. sept um hvort Skotar eigi að vera hluti Bretlands áfram eða stofni sjálfstætt ríki. Ætli þeir eigi von á viðlíka mótttökum og Krímskagarússar sem voru með svipaðar kröfur. Sér í lagi ef þeir vildu vera utan ESB og jafnvel taka upp stjórnmálasamband við t.d. Kína. Því mættu þeir allt eins eiga von á að breska heimsveldið sýni tennurnar.
![]() |
Sjálfstæðissinnar sækja á í Skotlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 07:57 | Facebook
Athugasemdir
Krímskagarússar voru ekki með svipaðar kröfur og Skotar. Krímskagarússar vilja afhenda öðru ríki hluta Úkraínu. Skotar vilja ekki afhenda Rússum Skotland. Krímskagarússar eru ekki að sækjast eftir sjálfstæði. Og það er varla hægt að kalla fólk sjálfstæðissinna sem ekki vill sjálfstæði.
Ufsi (IP-tala skráð) 2.9.2014 kl. 10:38
Ágæti Ufsi, ekki rétt hjá þér - málin eru nefninlega náskyld.
Bæði -sinnarnir vilja losna undan yfirráðum þess ríkis sem þeir eru tengdir. Báðir sinnar telja sig betur komna í öðru samhengi sem þeir sjálfir kjósa sér. Því deilan snýst um að þjóðarbrot fái sjálfstæði. Hvað þeir gera síðan við það er aukaatriði.
Krímskagarússar eru nefninlega landfræðilega Úkraínumenn - (eins og Skotar eru landfræðilega Bretar) um það snýst deilan.
Og jú, það er einfalt að kalla þá sjálfstæðissinna sem vilja standa sjálfir. Sjálfræðissinna mætti líka kalla báða fyrrnefnda sinna.
En af hverju er NATO að skipta sér að þessu? Er það bara vegna Rússa? Ef við myndum nú styðja sjálfstæði Skota eins og við studdum Balkanlöndin - mættum við eiga viðskiptaþvinganir á hættu?
Ragnar Kristján Gestsson, 2.9.2014 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.