Gylfi og tjáningafrelsi samkynhneigðra
8.8.2014 | 10:47
Grand af hinsegin dögum að bjóða rödd Gylfa velkomna á hátíðina. Hans rödd hefur nefninlega verið kefjuð í umræðunni og nokkuð sem mér fannst alltaf vera að nauðsynjalausu. Hans rödd var nefninlega gríðarlega mikilvæg og órættmætt að dæma hana sem hatursáróður. Það stríðir t.d. líka gegn minni siðverðisvitund að láta börn horfa á fólk sjúga súkkulaðityppi með ögrandi tilburðum. Ef mig minnir rétt var það einn grundvöllurinn að ákærunni hans Gylfa. Ég trúi því að kyn- og klámvætt samfélag skapi spennu sem rýrir ró og gæði samfélagsins, eykur vandamálin frekar en að draga úr þeim. Og kannski mætti skjóta því að orðið ´fordómar´er rangt orð yfir mína skoðun.
Ef Gylfi er rödd einhvers hóps (fjölmenns/fámenns?) þá verður að leysa úr þeirri togstreitu sem kemur þarna upp. Í samfélagi sem kennir sig við lýðræði verður að finna leiðir til að bera klæði á vopnin og leita leiða þar sem allir lifa sáttir. Það að Gylfi sé tekinn fyrir á opinberum vettvangi og rödd hans smættuð og gagnrýnd er óþolandi í samfélagi sem lætur sig tjáninga- og málfrelsi einhverju varða. Jafnvel og sérstaklega þegar röddin skarast á við manns eigin skoðanir. Því að á nákvæmlega sama máta og rödd samkynhneigðra fær að gjalla, eins þurfa allar raddir að heyrast.
Gylfi Ægis velkominn á Gay Pride | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Hefði kannski verið hægt að taka það til skoðunar ef Gylfi hefði ekki skáldað það upp að það hefðu verið einhverjir typpasleikjóar á vegum Hinsegin daga í fyrra, sem enginn kannst við nema hann og einhverjar óstaðfestar fregnir einhverra "vina" hans, en hann mætti auðvitað ekki sjálfur.
Ég gæti alveg eins sagt: Það er auðvitað mikilvægt að kæra sæludaga í Vatnaskógi líka útaf því að þar var auðvitað rosalega mikið af klámefni fyrir börn. Þetta er ekki boðlegt. Ég reyndar mætti ekki sjálfur, en margir vinir mínir segja mér að þetta hafi verið þannig.
Rosalega gott að búa til strámenn.
Rafn (IP-tala skráð) 8.8.2014 kl. 13:25
Engir strámenn hér enda tippasleikjóar ekki raunverulegt issjú í umræðunni.
En þú segir að það sé ekki hægt að taka á aðalatriðinu sem er tjáningarfrelsið vegna einhvers sem Gylfi sagði eða ekki?
Þetta er hinsvegar skólabókardæmi um strámann.
Ragnar Kristján Gestsson, 8.8.2014 kl. 13:59
Nei ég er bara að segja að Gylfi vildi vernda börn frá einhverri gleðigöngu sem fór ekki fram. Það er strámaðurinn.
Gleðigangan í fyrra var ekki klámfengin og það voru engir typpasleikjóar.
Það er líka hrópandi vitleysa að það sé ekki með auðveldum hætti hægt að dæma orðræðu Gylfa sem hatursáróður. Orðræða hans ber öll merki um hatursáróður í nánast öllum skrifum hans um þetta mál.
Það sem er aumkunarverðast við þetta allt er að hann skýlir sér á bakvið börn til þess að réttlæta vitleysuna sem hann lét útúr sér þrátt fyrir að hún komi börnum sjaldnast eða aldrei við.
Rafn (IP-tala skráð) 8.8.2014 kl. 14:14
Og já, ég sé ekki hvernig tjáningarfrelsið kemur þessu máli við.
Rafn (IP-tala skráð) 8.8.2014 kl. 14:29
Annarsvegar tek ég að ofan fyrir Gylfa fyrir að standa með sér og sinni skoðun þrátt fyrir að hún sé sannarlega óvinsæl. Og hinsvegar stend ég sannarlega með honum vegna þess lögbundna réttar sem hann hefur til að hafa skoðun. Andstæðingar hans tóku upp, ef ég man rétt, svona svínshöfuð-á-moskulóðina taktík og hótuðu (framkvæmdu?) plötubrennur að hætti germana á fyrrihluta 20. aldarinnar. Þykir ekki lengur fínt.
En ég sé að ég þarf aðeins að kafa dýpra ofan í siðferðileg, heimspekileg og e.t.v. líka lögfræðileg grunnrök fyrir mál- og tjáningarfrelsinu áður en ég tjái mig um þetta opinberlega. Þakka þér Rafn.
Ragnar Kristján Gestsson, 8.8.2014 kl. 21:07
Ég hef aldrei skilið fólk sem fer með börn á þessa samkomu.
Ármann Birgisson, 9.8.2014 kl. 01:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.