Framsókn og málfrelsið.

Þetta er annars með endemum hvað skoðun hennar Sveinbjargar hefur valdið miklu moldviðri í umræðunni.  Fólk hefur gjörsamlega misst sig í rétttrúnaði fjölmenningarhyggjunnar eins og stimplar og skúffur eins og fasistar og nasistar flogið ótt og títt.  
Óttalega heimóttarleg þessi umræða sem hreinlega BANNAR alla umræðu, kefjar málfrelsið og þörf/löngun íbúa í lýðræðislegu samfélagi til að tjá sig.  Um leið og þrastavinafélaginu (dæmi Wink ) finnst á sig og sinn málstað hallað, skilgreina þau sig sem minnihlutahóp og allar andstæðar skoðanir sem hatursáróður.  
Þótt ég sé ekki framsóknarmaður tek ég að ofan fyrir hugrekki þeirra til að tjá sig um óvinsæl þemu.  Okkur veitir ekki af hugrökkum stjórnmálamönnum.
mbl.is Sigmundi Davíð misboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Karl

Er það hugrekki að mæla fyrir um að múslimar skuli ekki fá úthlutað lóð undir byggingu, af því við erum hér með Þjóðkirkju? Af hverju?

Er það "rétttrúnaður" að mótmæla þeirri skoðun?

Jú sem betur fer er þessi skoðun óvinsælt "þema", flestir eru á þeirri skoðun að trúfélög og önnur lögleg og viðurkennd félög eigi að fá að byggja hús undir starfsemi sína.

Einar Karl, 2.6.2014 kl. 10:42

2 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Sæll Einar Karl.  Veistu til þess að múslimar í t.d. Súdan úthluti byggingum til kristinna?  OK, þetta er útúrsnúningur en málfrelsið gengur út á það að ræða málin, komast síðan að niðurstöðu og fylgja henni. 
Rétttrúnaðurinn er fólginn í því að fordæma skoðun annarra og t.d. að kalla þá fasista og nasista.  Einn rétttrúnaðarsinninn sagði að moskubygging flokkaðist undir mannréttindi.  Ekki er mjög langt síðan að mikill styr stóð um kristniboð í skólum þegar Gídeonsmenn buðust til að gefa börnum Nýja Testamentið.  Ekki man ég eftir þessari umræðu um mannréttindi þá.  Þannig að þessi umræða er þá væntanlega ekki um trúfrelsið ...?

Margir hafa að auki látið í ljósi efasemdir um að skynsamlegt sé að opna landið fyrir innflytjendum (er það kynþáttahyggja???) og hafa horft til Skandnavíu, Hollands, Frakklands og jafnvel Þýskalands þar sem innflytjendur hafa átt erfitt með að samlagast og jafnvel alls ekki viljað það - myndað ríki í ríkinu (sbr. Tyrkir í Berlín).  Það hefur nokkrum sinnum soðið uppúr í Hollandi (ath morð kvikmyndaleikstjórans van Gogh).  Vandinn er ekki síst fólginn í því að það var engin innflytjendastefna að viti til í þessum löndum önnur en sú að flytja sem ódýrast vinnuafl til landsins.  Síðan átti að "innlima" það nú eða eins og hér - senda það til baka.  Hér er engin stefna í neinu gagnvart fólki af erlendu bergi brotnu - hvorki hjá túristum né þeim sem lengur vilja vera.  Ég styð að við skoðum aðeins hvernig líf við bjóðum nýjum íbúum áður en við opnum landið.

Málið snýst í mínum huga ekki um hvort byggt er hús undir fólkið sem við bjóðum að búa í landinu okkar heldur hvað viljum við gera í landinu okkar.

Mér heyrist á þér Einar Karl að þú sér því fylgjandi að leyfa byggingu mosku.  Mbl hefur útskýrt 10,7% fylgi Framsóknarmanna með yfirlýsingu Sveinbjargar.  Þar eru allavega slatti af fólki sem vill fá að ræða málin.  Annars verð ég líka var við þá tilhneigingu í hópi "rétttrúnaðarsinna" að segja "flestir" um sína skoðanabræður og "fæstir" um hina.

Bendi annars til gamans á skoðanamótandi áhrif fjölmiðlanna - hvernig þeir reyna að stýra umræðunni og hefja ákveðna hugmyndafræði upp en letja til annarrar.
http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/svona-urdu-utigangsmadur-og-vidskiptamogull-bestu-vinir

Ragnar Kristján Gestsson, 2.6.2014 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband