Ofbeldisfullir útrásarvíkingar
11.3.2014 | 10:54
Nú er þjóðin í óða önn að endurskilgreina orðið ´ofbeldi´ fyrst Gunnari gengur svona vel í MMA. Því hefur jafnvel verið fleygt að þetta sé fögur íþrótt og beri helst að líkja saman við glímu og júdó. Og að berja einhvern með krepptum hnefa í andlitið svo springi fyrir sé kannski eðlileg keppnisíþrótt og vel til þess fallin að börn iðki hana af fullum krafti. Kannski jafnvel PISA-hæf?
Ég held að enginn efist um að Gunnar sé verðugur iðkandi íþróttarinnar en það breytir í mínum huga engu um að MMA er ofbeldisfull íþrótt. Þar etja tveir kappi og markmiðið er að hafa andstæðinginn undir. Og til þess eru flest það leyfilegt sem manni getur dottið í hug. Útrás þessara víkinga er þjálfa sig til þess að ráðast á annað fólk og lemja það uns það gefst upp. Eins og maðurinn sagði: „þetta er bara keppnisíþrótt“. Nema keppnin og markmiðið er að meiða andstæðinginn líkamlega svo mikið að hann annað tveggja, liggi í öngviti eða gefist upp. Lemja hann liggjandi í gólfinu með olbogunum. Í fullum drengskap.
Að sjálfsögðu verja iðkendur „sportsins“ sitt, nýverið frétti ég af grunnskólapiltinum sem iðkaði sportið tækvondó af miklu móð. Keppti og sýndi. En strákur var ekki í nægu jafnvægi og síðan þegar honum lenti saman við samnemendur sína (gjarnan yngri) fullyrti hann (raunar líka bæði þjálfarinn hans og mamma) að hann notaði ekki tækvondó högg og spörk heldur öðruvísi högg og sport og því væri það fullkomlega eðlilegt og jákvætt að halda iðkun „íþróttarinnar“ áfram. Og hann hélt óáreittur áfram. Bæði athæfi sínu í skólanum og í gimminu. Enda sjálfsagt drengur góður.
Mér datt í hug í þessu samhengi þegar frakkinn Zidane skallaði Materazzi HM2006, í því ferli finnst mér þessi munur hafa komið hvað skýrast í ljós - munurinn á íþróttinni og ofbeldinu.
![]() |
„Þetta er ekki ofbeldi“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:57 | Facebook
Athugasemdir
Sjá líka:
http://blog.pressan.is/vilhjalmurari/2014/03/10/hungurleikar-a-koldum-klakanum/
http://www.visir.is/gunnar-nelson-er-storhaettuleg-fyrirmynd/article/2014140319955
Síðan er ég mjög hugsi yfir þeirri ákvörðun fólks að hætta að styðja Barnaheill eftir að þeir álykta á móti fyrirmyndinni sem Gunnar er fyrir börn.
http://www.visir.is/haetta-ad-styrkja-barnaheill-vegna-ummaela-um-gunnar-nelson/article/2014140319833
Ragnar Kristján Gestsson, 12.3.2014 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.