Hver setur læknavísindunum aðhald?
12.12.2013 | 07:54
Það er til margar ljótar sögur af heiminum á bak við læknavísindin - . Þar virðist allskyns spilling grassera, kaup og sala á líkamshlutum viðgangast með samþykki lækna og yfirlækna. Mikilvægt er að við vitum hvað við viljum og sjáum til þess að löggjafinn virði það.
Hér að neðan nokkrar staðreyndir um líffæragjöf (andstæðan við líffæraþjófnað).
Við regluna um ætlaða neitun verður líffæragjafinn að hafa samþykkt líffæratöku í lifandi lífi. Liggi ekkert samþykki fyrir geta aðstandendur tekið ákvörðun byggða á meintri skoðun þess sem liggur fyrir dauðanum. Þessi regla er í gildi í Danmörku, Þýskalandi, Grikklandi, Bretlandi, Írlandi, Íslandi, Litháen, Möltu, Hollandi, Rúmeníu, Sviss og Tyrklandi.
Við regluna um ætlað samþykki verður hinn deyjandi að líffæragjafa nema hann hafi andmælt líffæratöku ótvírætt meðan á lífi. Aðstandendur hafa engan andmælarétt við þessa reglugerð. Þessi regla er í gildi í Ítalíu, Lúxemburg, Austurríki, Póllandi, Portúgal, Slóvakíu, Slóveníu, Spáni, 
Tékklandi og Ungverjalandi. Í Belgíu, Finnlandi, Noregi og Rússlandi hafa aðstandendur þó rétt til andmæla. Í Búlgaríu er ekki einu sinni reglan um ætlað samþykki í gildi. Þar gildir alltaf hin svonefnda neyðarregla. Þá má fjarlægja það sem þörf er á hverju sinni.
Veit einhver hvernig frumvarpið á Alþingi stendur, hvort Ísland taki upp regluna um ætlað samþykki?
Fengu ekki rétt hjarta eftir krufningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.