Ungverjaland eyðileggur alla genabreytta kornakra Monsanto

Ungverjaland tók af skarið gagnvart líftæknifyrirækinu Monsanto og eyðilagði 1000 ekrur af mais, ræktuðum upp af erfðabreyttu fræi. Ólíkt mörgum ríkjum ESB hefur Ungverjaland bannað erfðabreytt fræ.

nánar hér

Við íslendingar höfum ekki ennþá tekið einarða afstöðu með eða á móti erfðabreyttum matvælum enda þótt löngu sé tímabært að það skref sé stigið.  Ekki eru t.d. nema 3 ár síðan skýrsla frá Landbúnaðarháskólanum kom um möguleika á ræktun á sykurmaís-kvæminu Candle frá Monsanto (í gegnum dótturfyrirtæki þeirra Semenis).  Ég sem neytandi vil geta valið - og hafnað á grundvelli upplýstrar ákvörðunar.  Hvet lesendur til að fylgjast með vefnum natturan.is, þau hafa oft fjallað um erfðabreytt matvæli og mikilvægi þess að vakandi auga sé haft með innflytjendum og matvöruverslunum.

Hér er birtur ítarlegur listi yfir möguleg erfðabreytt innihaldsefni.

Hvet síðan alla til að mæta á Austurvöll, (líklega verður stytt upp) og kynna sér um hvað málið snýst.


mbl.is Ganga gegn Monsanto á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband