Saga heiladauðans

Síðustu árþúsundin hefur eftirfarandi skilgreining gilt: Þegar hjartsláttur og öndun eru ekki lengur til staðar og andi og sál hafa yfirgefið líkamann er manneskjan látin.
Afleiðing: Líkaminn kólnar, náblettir birtast, dauðstjarfi og rotnunarferli hefst.

Eftir rannsókn ríkissaksóknara árið 1968 á manndrápum ígræðslufræðinnar endurskilgreindi Harvard Ad-hoc nefndin dauðann að nýju:
Manneskjan telst þá dáin þegar óafturkræf stöðnun á heilastarfsemi hefur átt sér stað.
(Á fagmáli kallast þetta ástand „coma dépassé“ sem þýðir „endanlegt kóma“.)

Hér er um að ræða „lifandi lík“ sem hefur hjarta sem slær og heldur blóðflæðinu gangandi. Blóðrás líkamans er eðlileg, líkaminn hefur eðlilegt hitastig og efnaskipti eiga sér stað. Í hinum óvirka heila er blóðflæðið líka eðlilegt, hann hefur hvorki kólnað né rotnunarferli hafist.

Árið 2008 útvíkkuðu ígræðslufræðingar í USA líffæragjafahringinn til sjúklinga óháð heiladauða. Hér er um að ræða sjúklinga með hjartastopp sem þó er vel mögulega hægt að endurlífga með læknisfræðilegu inngripi. Samt er hafist handa við líffæratökuna 2-10 mínútum eftir að „staðfesting á dauða“ hefur átt sér stað án tilheyrandi endurlífgunartilrauna. Svo lengi er líkamanum haldið tæknilega lifandi í öndunavél svo hægt sé að ná líffærunum sem ferskustum.

Hvenær skyldum við kallast „dauð“ í komandi framtíð svo hægt sé að fjarlægja líffæri úr okkur án refsingar. 

 

Heimild: Richard Fuchs, Eine Kurzgeschichte des „Hirntodes“,

http://oeptc.at/fachbereich/hirntod/Hirntod.html

http://www.subventionsberater.de/sterben/warei.htm

http://news.doccheck.com/de/article/202823-de-untoten-hirntoten/


mbl.is Maður fékk hundaæði frá nýrnagjafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband