Kynsjúkdómurinn HPV - upplýst umræða

Ekki er laust við að Landlæknisembættið liggi undir ámæli fyrir undarlega starfshætti þegar kemur að bóluefnum.  Þann 4. okt var grein í Mbl um tengsl eins starfsmanns þar við innflutningsfyrirtækið sem flytur efnið inn.  En þegar fólk situr beggja vegna við borðið er ekki von á góðu.  Því hefur dregið úr trausti á þessa stofnunun og maður veltir fyrir sér hvort það sé kannski dæmigert fyrir embættið að þeir skuli ekki vara við aukaverkunum og hættum af bóluefnunum sem þeir eru að "selja".
En vegna þess að fólk hefur áttað sig almennt á því að það sjálft ber ábyrgðina er mikilvægt að það heyri bæði raddirnar með og á móti.

Við leit að gardasil og danger birtast tæplega 66.500 síður og sú fyrsta er hér:
http://truthaboutgardasil.org/
Þar er sagt frá 103 skráðum dauðsföllum vegna GARDASIL-bólusetningar og hinum aðskiljanlegustu hremmingum sem ungar stúlkur hafi lent í eftir bólusetningu

http://www.judicialwatch.org/blog/2012/02/medical-study-confirms-gardasil-dangers-exposed-by-judicial-watch/
Hérna er aftur vísað í rannsókn á vegum háskóla í Vancouver þar bregður allt öðru ljósi á verkefnið sem Landlæknisembættið er að vinna.  Þar segir m.a. :

For example, while the world’s leading medical authorities state that HPV vaccines are an important cervical cancer prevention tool, clinical trials show no evidence that HPV vaccination can protect against cervical cancer. Similarly, contrary to claims that cervical cancer is the second most common cancer in women worldwide, existing data show that this only applies to developing countries. In the Western world cervical cancer is a rare disease with mortality rates that are several times lower than the rate of reported serious adverse reactions (including deaths) from HPV vaccination. Future vaccination policies should adhere more rigorously to evidence-based medicine and ethical guidelines for informed consent.

Í beinu framhaldi er sjálfsagt að velta því fyrir sér hvernig á því standi að títtnefnt embætti skuli ekki fylgja þessum „ethical guidelines for informed consent“, því upplýst samþykki hlýtur að byggja á upplýsingum um kosti OG GALLA í þessu tilviki bólusetningar með GARDASIL.  Vangaveltur um hvernig á því standi að embættið skuli ekki upplýsa um þessar hræðilegu aukaverkanir beinast því fljótlega að tengslum þess við innflutningsaðila og lyfjaframleiðendur.

Til samanburðar er sjálfsagt að láta fljóta með eina síðu sem nefnir ekkert af þeim vafatilvikum sem hinar síðurnar halda fram
http://www.cdc.gov/vaccinesafety/Vaccines/HPV/Index.html

Skoði nú hver sína ábyrgð.


mbl.is Ókeypis fyrir 12 ára en dýrt fyrir aðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hér á landi er ekki verið að bólusetja með Gardasil, það er verið að bólusetja með Cervarix.

 ...Að sögn Þórólfs nota heilbrigðisyfirvöld bóluefnið Cervarix við HPV-bólusetninguna. „Það kom nýlega rannsókn sem sýnir að bóluefnið er yfir 90% virkt í því að koma í veg fyrir þessar alvarlegu forstigsbreytingar, sem lofar mjög góðu.“

Hólmfríður Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 09:32

2 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Gardasil og Carvarix eru samheitalyf með sömu virku innihaldsefni: Gardasil er framleitt af MERCK en Carvarix af GlaxoSmithKline

Ragnar Kristján Gestsson, 23.10.2012 kl. 10:00

3 identicon

Þó að sama virka innihaldsefnið sé í báðum lyfjum er alls ekki um sama lyfið að ræða.

Ég hvet þig til að lesa meira um málið, t.d. hérna:

http://std.about.com/od/hpv/bb/HPV-Vaccine-Comparison-Gardasil-Cervarix.htm

Svo getur þú haldið áfram að lesa á síðum að eigin vali:

https://www.google.is/search?q=diffrence+between+cervarix+and+gardasil&ie=utf-8&oe=utf-8&aq=t&rls=org.mozilla:en-US:official&client=firefox-a

Hólmfríður Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 10:22

4 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Enda þótt ég sé ekki starfandi innan heilbrigðisgeirans fæ ég ekki betur séð en lyfin séu það skyld að vert sé að taka notkun beggja til verulegrar athugunar.  Vandamálið er að lyfjafyrirtækjum er ekki skyld að birta innihaldslista bóluefnanna svo erfitt er að bera beint saman.
FDA (US Food and Drug admin) fjallar um Cervarix hér og Gardasil hér.
Markmiðið með þessu bloggi var hinsvegar að benda á að til upplýstrar umræðu tilheyrir að skoða allar hliðar málsins.  Líka þær sem henta ekki málstaðnum.

En ertu búin að skoða síðurnar sem ég stakk uppá hér að ofan?

Ragnar Kristján Gestsson, 23.10.2012 kl. 11:42

5 identicon

ég er alveg brjáluð út í þessa bólusetningu , að yfirvöld séu til í að taka áhættu með líf dóttur minnar , ég leitaði mér uppl. og ákvað að senda dótturina ekki í þessa sprautu.

Rakel (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 15:59

6 identicon

Rakel: Skynjar þú í alvöru ekki kaldhæðnina í því sem þú ert að gera? Hvort heldur þú að sé meiri áhætta fyrir líf dóttur þinnar?

-Leghálskrabbamein (sem er annað algengasta krabbameinið í konum, ~250.000 dauðsföll á ári) eða

-alvarlegar aukaverkanir bóluefna (sem eru mjög mjööög sjaldgæfar, 1 á móti milljónum)

Ragnar: Þú ert að valda raunverulegum skaða með þessari vitleysu í þér! Vilt þú vera ábyrgur fyrir því að stúlka fái leghálskrabbamein vegna þess að móðir hennar las einhverja samsæris-heimsku sem þú, sérfræðingurinn í læknavísindum (eða þannig), birtir á netinu?

Svona rugl er þegar að valda því að í dag erum við að sjá sjúkdóma sem við héldum að tilheyrðu fortíðinni koma aftur. Til dæmis eru alltaf að greinast kíghósta tilfelli á leikskólum á Íslandi. Veist þú hvað barn með kíghósta þjáist mikið? Þú getur séð það hér: http://www.youtube.com/watch?v=fAkDrcZoWwQ

Farðu að hugsa þinn gang!

Jói (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 16:43

7 Smámynd: Leifur Finnbogason

Þetta hljómar allt mjög ólíklega hjá þér Ragnar, og er líklegra að bólsetningin sé hættuminni en að vera ekki bólusettur. Veistu yfirhöfuð nokkuð um lyf? Eða lastu þetta allt einhversstaðar á netinu? Þó netið innihaldi alla sannleika sem nokkur hefur komist að, inniheldur það líka allt sem fólk vill að sé satt, en er það ekki endilega, og einnig fullt af hreintút lygum. Þegar einhver nefnir síðuna sína "truthabout_blank_" þá eiga viðvörunarbjöllur að hljóma, og maður ætti að athuga hvaða heimildir viðkomandi gefur upp, og ef hægt er, hvort þær heimildir standist.

Það getur vel verið að þessar síður komi allar með rök og vitni í rannsóknir, en standast þær heimildir og þau rök? Veistu það, eða athugaðirðu það ekki?

Leifur Finnbogason, 23.10.2012 kl. 17:12

8 identicon

Sæll Ragnar,

Það er alrangt að lyfjafyrirtækjum sé ekki skylt að birta innihaldsefni bóluefna og annara lyfja ef út í það er farið.

innihaldsefni allra lyfja skráð á Íslandi, finnur þú á serlyfjaskra.is í SPC fyrir viðeigandi lyf.

Eftirfarandi er t.d. tengill í Priorix sem er þrígilt bóluefni við mislingum, hettusótt og rauðum hundum. http://serlyfjaskra.is/FileRepos/7f1e2f36-00c1-e111-b6e2-001e4f17a1f7/Priorix%2520-%2520hettuglas%2520-%2520SmPC.doc.pdf

Þetta sérðu, bæði í kafla 2, innihaldslýsing og svo í kafla 6.1 hjálparefni.

Fyrir lyf sem eru miðlægt skráð eins og t.d. cervarix bóluefnið þá eru heildartexti vistaður á vef evrópsku lyfjastofnunarinnar EMA á "öllum" tungumálum innan EU/EES.

Heildartexti inniheldur fylgiseðil, merkingar og svo SPC. Hér er tengillinn í Cervarix textan á íslensku: http://www.ema.europa.eu/docs/is_IS/document_library/EPAR_-_Product_Information/human/000721/WC500024632.pdf

Serlyfjaskrain er með beiningu á tengilinn.

Í þessu skjali má t.d. sjá að Cervarix bóluefnið inniheldur eftirfarandi efni:

L1-prótein mannapapillomaveiru af gerð 16

L1-prótein mannapapillomaveiru af gerð 18

Ónæmisglæði AS04 sem inniheldur 3-O-decasýl-4-mónófosfórýllípíð A

Álhýdroxíðhýdrat

Natríumklóríð

Natríumhýdrogenfosfatdíhýdrat

Vatn

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 17:14

9 Smámynd: Leifur Finnbogason

Af gefnu tilefni get ég tekið fram að ég athugaði þessar heimildir sjálfur ekki mjög ítarlega, en ég sá í fljótu bragði ekki neitt sem fékk mig til að treysta síðum einsog t.d. truthabout-síðunni.

Leifur Finnbogason, 23.10.2012 kl. 17:14

10 identicon

Sæll aftur Ragnar,

Ein spr., getur þú nokkuð komið með tengilinn á fréttina á mbl.is frá 4.okt um tengsl starfsmanns Landlæknisembættisins við innfluttningsfyrirtækið. Væri gjarnan til í að lesa þá grein.

Með fyrirfram þökk,

Helgi

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 17:27

11 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Það er segin saga að alltaf þegar koma upp hugmyndir sem hrófla við „viðurkenndum gildum“ þá rísa upp varðmenn hefðarinnar og banna og skammast og krefjast niðurstaðna og ástæðna sem þeir geta sætt sig við eða aðlagað heimsmynd sinni.  Öllu jöfnu er það gott að verja sín gildi, sína menntun, trúarbrögð, hugmyndir...  En nú fór ég á stúfana og leitaði mér heimilda um þessi lyf og birti það sem ég fann.  Samsæriskenningar?  Nú veit ég ekki hver á að vera naiv hér, ég með ákveðinn skammt af efa sem krefst staðfestingar eða þið herrar mínir (svo ég ávarpi ykkur sem hóp) sem ímyndið ykkur heiminn svo sléttan og felldan að hvergi eigi sér stað baktjaldamakk og einu haldið fram en annað reynist síðan koma á daginn.  Nú skal ég birta ykkur smá samhengislítinn lista af þeim hlutum sem skutust upp í hugann.  Þið getið síðan ef ykkur hugnast barið hausnum utan í og komið aftur og mótmælt.  En í mínum huga standa þessir atburðir eða orð fyrir tilraunir til að hylma yfir hluti þar sem ágóðinn (í einni eða annarri mynd) stýrði för.
Rannsóknarskýrsla Alþingis
Wikileaks eins og það leggur sig
Retraction Watch
Guantanamo bay
Watergate
blóðskimunarskandallinn í Frakklandi (L´affaire du Sang)
PIP-brjóstapúðarnir hjá Jens Kjartanssyni
Getur maður haldið áfram?  Ojá.

@Rakel, Jói: Fylgið sannfæringu ykkar og leitiði ykkur upplýsinga.  Dragið í efa, skoðiði tengsl milli fyrirtækja og stofnana, notiði tímann vel.

@Leifur: Skilurðu, ég hef heldur ekki svörin sem þú leitar að, gott hjá þér að leita samt. En heldurður að tengslin milli dauðsfallanna og lyfjanna séu öll tilbúin?  Kannski ...?

@Helgi: Þakka þér gott innlegg, þú finnur sjálfsagt slóðina á mbl.is

Ragnar Kristján Gestsson, 24.10.2012 kl. 07:01

12 identicon

þær staðreyndir sem ég fann er að bóluefnið er ekki virkt nema í 5-6 ár , flestar konur sem greinast eru yfir 50 ára,

ásamt fleiri staðreyndum.

http://www.youtube.com/watch?v=Gd9ahX7rF2I

hér er mjög gott viðtal við lækni(byrjar á ca 6 mín), og svo sá ég annað viðtal við lækni sem ætlar ekki að senda dottur sína í þessa sprautu ,

það er búið að bólusetja stelpur þetta árið , allavega á Selfossi.

Rakel (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 08:54

13 identicon

Ragnar trúir á galdra... og galdrakarl. Held að hann sé ekki sá marktækasti þegar kemur að raunveruleikanum og raunverulegum málum.

DoctorE (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 09:30

14 identicon

þær staðreyndir sem ég fann er að bóluefnið er ekki virkt nema í 5-6 ár , flestar konur sem greinast eru yfir 50 ára,

ásamt fleiri staðreyndum.

http://www.youtube.com/watch?v=Gd9ahX7rF2I

hér er mjög gott viðtal við lækni(byrjar á ca 6 mín), og svo sá ég annað viðtal við lækni sem ætlar ekki að senda dottur sína í þessa sprautu ,

það er búið að bólusetja stelpur þetta árið , allavega á Selfossi.

Rakel (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 11:28

15 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

@ Rakel: Eins og Hólmfríður benti réttilega á eru ekki bólusett með Gardasil heldur Cerbarix. Slóðin þín er á þátt hjá Info Wars sem fjallar um Gardasil og fullyrðir að miðað við 4000 dauðsföll vegna leghálskrabbameins séu skráðar 18.727 alvarlegar aukaverkanir í kjölfar Gardasilbólusetningar og 30 dauðsföll. 
Læknirinn sem Infowars talar við, Dr. Russel Blaylock,
Þakka þér, veistu með hvaða rökum hinn læknirinn studdi mál sitt?

Sjálfsagt rétt að úrskýra Doktorinn, sjálfsagt er hann að vísa til trúar minnar.  Hann gerir þetta stundum svona.  Honum finnst trúað fólk ómarktækt og þessvegna er allt sem það segir ómarktækt.  Það er hans eigin óbifanlega trú

Þakka þér aftur Helgi fyrir EMA slóðina.

Hérna kemur innihaldslýsing á Gardasil sem ég fékk HÉR:

Mannapapillomaveira (HPV) af gerð 6 L1 prótein
Mannapapillomaveira af gerð 11 L1 prótein
Mannapapillomaveira af gerð 16 L1 prótein
Mannapapillomaveira af gerð 18 L1 prótein
L1 Prótein í formi veirulíkra agna framleiddra í gerfrumum (Saccharomycel cerevisiae CANADE 3C-5 (stofn 1895) með raðbrigða erfðatækni. 
Það er aðsogað á myndlaust á-hýdroxý-fosfat-súlfat hjálparefni (225 míkrógrömm A1)
natríumklóríð
L-histidín
Pólýsorbat 80
Natríumbórat
Vatn fyrir stungulyf

Þó nokkur munur á innihaldi Gardasil og Cerbarix, ekki satt?

Ragnar Kristján Gestsson, 24.10.2012 kl. 17:09

16 identicon

Það sem mér finnst ekki síður alvarlegt er hvernig framkvæmdin er á þessu. Ekki er farið fram á samþykki,heldur þarf að mótmæla ef maður ákveður að barnið manns fari ekki í þennan ófögnuð. Ég gaf ekki samþykki fyrir þessu en samt var barnið mitt bólusett í fyrra hollinu, þegar ég svo afþakkaði nr.2 var þrýst á að hún kláraði. Ég vildi það að sjálfsögðu ekki. Barnið mitt fær ekki panodil í skólanum án skriflegs samþykkis en það má bólusetja það! Flestar stelpurnar í bekknum hennar fengu höfuðverk af þessari bólusetningu sem hefur haft heilablóðföll í för með sér í vissum tilvikum.

Kolbrún (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 21:39

17 identicon

mér skilst að þetta se sami óþverrinn þ.e þessi 2 bólusetningarlyf, her er grein sem heitir:

Cervarix Just as Dangerous as Gardasil

http://www.activistpost.com/2011/11/mercks-gardasil-alternative-cervarix.html

Rakel (IP-tala skráð) 1.11.2012 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband