Fégirndin er rót all þess sem illt er.
28.5.2012 | 08:39
Fyrst Mbl. kann ekki Biblíuna sína er sjálfsagt að leiðrétta þá 1Tim 6.10. En eins og landsmenn fengu að kenna á og eru enn að súpa seyðið af, þá var undirrót kreppunnar vissulega fégirnd. Og siðleysi.
Gleðilegan annan í Hvítasunnu
Peningar ekki rót alls ills | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
myndi nú halda að valdagræðgi væri aðeins ofar í skammarlistanum...
sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 09:19
Sveinn það er of nærri heimavelli kristinna til að segja upphátt. ;)
Jón Steinar Ragnarsson, 28.5.2012 kl. 09:49
Fégirnd og valdagræðgi eru tvíburasystur. Náfrænka þeirra heitir Öfund. allt þetta lið eru slæmir pappírar. Það á að kenna ungu fólki að bera virðingu fyrir peningum, þeir eru nauðsynlegir. Gott er að eiga fyrir nauðþurftum, slæmt er að eiga of lítið og of mikið. Öll komum við blönk í þennan heim, og förum blönk úr honum. Peningagræðgi er í eðli Íslendinga. Það kom þeim á kaldan klaka að halda að þeir gætu þénað gnægtir fjár á fjármálastarfsemi. glætan!! þjóð sem aldrei hafði komið nálægt slíku. Nú er annað rugl í gangi græðgisvæðingarinnar, það heitir Ferðaþjónusta. Þar er allt vaðandi í offfjárfestungum, hótel og hvaðeina, reynt að skófla nógu mörgum túristum inn í landið, ekkert eftirlit eða skipulag, til að koma í veg fyrir að þeir fari sér að voða, eða eyðileggi fallega staði. Þetta er nákvæmlega eins og með bankana!! Eftir nokkur ár verður hrun í ferðaþjónustu á Íslandi, og hvað þá?
Þá munu margir raunar þjóðin í heild, fara illa. Íslendingar kunna ekki að læra af reynslunni, láta græðgina fara með sig í gönur.
óli (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 11:44
@Sveinn: tek undir með ykkur Óla, enda þótt peningar sé fyrst og fremst milliliður í viðskiptum fer græðgi mannskepnunnar oft út í öfgar.
Og talandi um öfgar, @ Jón Steinar: Eins og þú átt oft góða spretti getur þú verið óttalega ómálefnanlegur.
Ragnar Kristján Gestsson, 28.5.2012 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.