Úrsögnin skapar fjölmörg óleyst vandamál
20.5.2012 | 08:29
Fyrir þá sem ekki vita þjónustar Skólaskrifststofa Suðurlands skólana frá Þorlákshöfn til Víkur (held ég fari rétt með svæðið). Þeir bjóða skólunum uppá ýmsa kennslufræðilega þjónust (þ.e. lestrarskimanir oþh.), sérkennslu (lestrarhjálp, heyrnar- og talmeinafræði ofl.) og sálfræðiþjónustu. Þar að auki hafa þeir öflugt teymi ART-þjálfara (agression replacement training) sem hefur nýtst mjög vel börnum og unglingum sem ella hafa mjög óæskileg áhrif á bekkjarandann.
Nema eins og kemur fram í greininni hér hefur Árborg greitt um 48% og í raun veitt skrifstofunni starfsgrundvöll. Nú er fræðslunefnd Árborgar búin að segja sig úr þessu samstarfi sveitarfélaga á Suðurlandi og svipti Skólaskrifstofuna þar með sínum starfsgrundvelli. Þetta hefur mjög mikil og ófyrirsjáanleg áhrif á allt það svæði sem skrifstofan hefur hingað til þjónustað og óhætt er að segja að skólastarf á Suðurlandi er í miklu uppnámi. Ég veit af nokkrum kynningarfundum á þessari nýju leið innan Árborgar þar sem mikill kurr var í fólki og flestir ósáttir við ákvörðunina.
Þetta er ekki ákvörðun tekin á faglegum grunni þar sem skólastarf er haft í forgrunni heldur vanhugsuð sparnaðarráðstöfun sem ber að harma.
Elva Dögg virtist vera sú eina innan raða sjálfstæðisflokksins sem bar gæfu til að sjá hversu mikil afturför og aðför þetta væri að skólastarfi á svæðinu. Spurningin hvernig þeir hafi gert hana góða.
Nema eins og kemur fram í greininni hér hefur Árborg greitt um 48% og í raun veitt skrifstofunni starfsgrundvöll. Nú er fræðslunefnd Árborgar búin að segja sig úr þessu samstarfi sveitarfélaga á Suðurlandi og svipti Skólaskrifstofuna þar með sínum starfsgrundvelli. Þetta hefur mjög mikil og ófyrirsjáanleg áhrif á allt það svæði sem skrifstofan hefur hingað til þjónustað og óhætt er að segja að skólastarf á Suðurlandi er í miklu uppnámi. Ég veit af nokkrum kynningarfundum á þessari nýju leið innan Árborgar þar sem mikill kurr var í fólki og flestir ósáttir við ákvörðunina.
Þetta er ekki ákvörðun tekin á faglegum grunni þar sem skólastarf er haft í forgrunni heldur vanhugsuð sparnaðarráðstöfun sem ber að harma.
Elva Dögg virtist vera sú eina innan raða sjálfstæðisflokksins sem bar gæfu til að sjá hversu mikil afturför og aðför þetta væri að skólastarfi á svæðinu. Spurningin hvernig þeir hafi gert hana góða.
Óbreyttur meirihluti í Árborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 08:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.