Business as usual (NTC og WC)?

Þetta var nú einmitt það sem útrásarvíkingarnir gerðu og almenningur hélt ekki vatni yfir: hvernig hægt var raka að sér peningum enda þótt gengið væri yfir lík á siðlausan máta.  Og það sem mér finnst eimitt FKA gera er það sama, að snúa blinda auganu að lákúrunni og uppsögnunum, en mæra Mammon.  Og þar erum við komin aftur til 2007.  
Að virkja kraft kvenna inna sinna raða?  Títtnefndur Egill „rassandlit“ var sjálfsagt gæfuspor margra þessara kvenna, enda þótt þær hafi losað sig við hann umsvifalaust þegar brestirnir í leikmynd Gilzeneggers þóttu ekki lengur kjútt og „mainstream“.  
En það sem mér finnst þó bíta hausinn af skömminni er talfæri þeirra Hafdísar (WC) og Svövu (NTC) og co þegar þær veita ja.is verðlaun án þess að blanda sér neitt í mál sem lúta að rekstrinum.  Bara svo lengi sem konur eru við stjórnvölinn og „meika-ða“ þá skiptir engu máli hvaða leiðir eru farnar til þess né hvaða ímynd þær gefa af sér við það.  Jafnvel þótt þær geri kynsystur sínar atvinnulausar í nafni hagræðingar og gróðaaukningar.

Mætti kannski nefna það í framhjáhlaupi að þær auglýstu á dögunum nýtt námskeið um sölutækni og markaðssetningu.  Það hét „gætirðu selt ömmu þína“.  Kannski þetta komist einhverntíman í sögubækur sem dæmi um afleiðingar ósvífins kapítalisma og þverrandi viðskiptasiðgæðis.
mbl.is Tilkynnti úrsögn úr félaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Bendi líka á stórgóða grein hjá Láru Hönnu hér um þetta efni.

Ragnar Kristján Gestsson, 4.2.2012 kl. 08:20

2 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Og enn hjá Vísi HÉRNA.  Finnst fólki virkilega að eigi að verðlauna klúður fyrirtækisins?

Ragnar Kristján Gestsson, 4.2.2012 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband