Þá er Google í vandræðum ...

Í raun merkilega þau ógrynni upplýsinga sem fyrirtæki safna um neysluhegðun og -mynstur þeirra sem notfæra sér þjónustu þeirra.  Og selja þau 3. aðila án þess að við fáum rönd við reist.  Google er náttúrulega þar fremst meðal jafningja enda þótt Facebook komi þar skammt á eftir.  Vísir (?) var með á dögunum grein um Assange þar sem hann kallar Facebook skelfilegustu njósnavél sem hafi verið búin til.  Hann hélt áfram og minnti á að þar sé að finna heimsins umfangsmesta safn af upplýsingum um einstaklinga, tengsl þeirra, nöfn, skoðanir og samskipti. Og bandarísk stjórnvöld hafi greiðan aðgang að þessu öllu.  Sama sagan sé að segja um Google og Yahoo.

Mæli með http://startingpage.com/ leitarvél sem EKKI skráir upplýsingar notenda sinna.

Mæli líka með að við skoðum neysluvenjur okkar og beinum viðskiptum okkar til aðila sem reyna ekki að stjórna okkur með þeim.


mbl.is Banna söfnun gagna um netnotendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband