Aumkunarverð fréttamennska mbl.is

Æi, hvað þetta er nú orðin aumkunarverð fréttamennska.  Þversniðið af erlendum fréttum er orðin eins og fréttamennskan hjá Binga á Pressunni eða á DV upp á sitt alversta:
Biskup og barnaníð, 14 ára í fangelsi fyrir lauslæti, skaut kærustuna, dönsk hjón drepin, brúðgumi beit brúði sína 27 sinnum (?!).
Er Mbl.is í keppni við Baggalút baggalutur.is eða >sannleikurinn.com< þar sem skemmtigildi er ofar fréttagildi?  Er Stefán Máni og Dr.E farnir að leita uppi fréttir fyrir moggann eða er þetta bara í þeirra anda?

mbl.is Brúðgumi réðst á brúði sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Var erfitt fyrir trúmanninn að sætta sig við biskupsfréttina?  Tek undir með þér að þetta er varla frétt, enda daglegt brauð um allan heim þessi misserin.

Hann býr þó óáreittur í skjóli Vatíkansins þessi en hefur verið settur í þagnarbindi til resingar, enda eru lýsingarnar á gjörðunum óþþolandi í eyrum skinhelgra.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.4.2011 kl. 19:21

2 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

&#132;Var erfitt fyrir trúmanninn að sætta sig við biskupsfréttina?&#147;

Já raunar, mér þykir það harðara en tárum taki að sjá úlfa í kristilegum sauðagærum iðka svívirðu í nafni Jesú Krists.  Og koma þannig óorði á þá trú sem ég hef líka.  Ég á reyndar ekki von á öðru en lýsingar á þessum viðbjóði séu óþolandi í eyrum hvers sem á hlustar.

En hérna var ég almennt að velta fyrir mér þversniði erlendra frétta - á hvaða púlsi mbl.is væri með fingurinn.  Og jafnvel hvaða fingur það eiginlega væri?

Ragnar Kristján Gestsson, 15.4.2011 kl. 19:52

3 identicon

Þú veist að mbl hata mig mar :)

Komdu bara á bloggið mitt, þar má finna allt um kristni/kristna og aðra hjátrúarfulla hópa

DoctorE (IP-tala skráð) 16.4.2011 kl. 18:50

4 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Þú ert busybody í trúboðinu þínu

Ragnar Kristján Gestsson, 16.4.2011 kl. 19:42

5 identicon

Ég horfi frekar á mig sem forvarnarfulltrúa :P

DoctorE (IP-tala skráð) 16.4.2011 kl. 21:10

6 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Leiðinlegt annars að þú hafir lagt alla þessa vinnu í síðuna þína utan um þennan misskilning á trúarbrögðum og trú.  En á móti kemur að þú færð svosem alltaf plús fyrir að vera óþreytandi í þinni boðun, svoldið eins og vottarnir

Ragnar Kristján Gestsson, 17.4.2011 kl. 09:20

7 identicon

Sko Ragnar minn, þú segir að guð sé fáviti, tekur undir með biblíu með þetta að guð sé geðveikur fjöldamorðingi og vitleysingur hinn mesti; Þú samþykkir þetta allt saman, þú samþykkir þetta bara vegna þess að þú telur þig fá verðlaun.

Ef það er guð... mun hann horfa mildum augum á menn sem eru tilbúnir að segja hann vera fávita eins og sagt er í biblíu/kóran?

Hugsa Ragnar

doctore (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 11:33

8 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Mér þykir alltaf svo athyglisvert hve í öllu þínum skrifum mætist þinn dómur á Guðs dómi.  Ég gæti sagt að ég lesi þá niðurstöðu sem þú hefur komist að á því sem skrifað er um þá niðurstöðu sem Guð komst að.  
En nú segi ég aldrei að Guð sé fáviti og allt hitt sem þú leggur mér í munn (enda þótt ég viti orðið hvaða röksemdafærslu þú notir til að komast að þessari niðurstöðu) - en hin spurningin finnst mér meira spennandi:

Ef það er til Guð ... hvað gerir Hann í þeim mun sem er á trúarbrögðum og trú?

Ragnar Kristján Gestsson, 19.4.2011 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband