Google er mjög ósvalt

Þau skipti þegar fjallað er um Google í dagblöðunum er það þvílíkur fagurgali að við liggur að leitarvélin sé upphafin í goða tölu.  Þar skrifaði t.d. Karl Blöndal mikla lofgrein um Google einhvern sunnudaginn í vor þar sem hann m.a. hrósaði veldinu fyrir snilldina að byggja auðveldi á upplýsingum um almenning.  Líklega heldur Karl varla vatni yfir snilldinni hjá Zuckerberg á Facebook.  Man sértaklega eftir því hvernig ég hjó eftir því hjá Karli hve hann gerði lítið úr hlut þeirra sem ekki treysta þessum risum og vilja nota aðrar leiðir í lífi sínu.  Þeir væru hvort eð er fólk sem hefði ábyggilega óhreint mjöl í pokahorninu og þyrfti að gera hreint fyrir sínum dyrum. 
Ég er hinsvegar einn af þessum mönnum sem forðast að nota Google en ekki vegna þess að ég hafi óhreina samvisku heldur vegna þess að ég vantreysti þeim sem safna upplýsingum um samferðafólk sitt, hvort sem við köllum þá Stazi eða Smettiskruddu.  250 þúsund þjóðverjar eru ósáttir við að fyrirtæki græði peninga að birta af þeim myndir.  Ég gleðst því yfir því að aðilum fari fjölgandi sem vilja hag persónuverndar sem mestan og hvet fólk eindregið að styðja slíka aðila. 

Hvet fólk til að leita á netinu (t.d. með frontpage.com sem hvorki geymir leitina né tengir hana við IP-tölu vélarinnar þinnar) eftir aðilum sem styðja t.d eftirtalda hluti: persónuvernd, friðhelgi, einkalíf, neytendamál, einstaklingsfrelsi ofl.
mbl.is Aðdáendur Google grýttu eggjum í þýsk heimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband