Súpandi áfengt þjóðfélagsseyði?

Ungir eru þeir sjálfstæðismenn sem hafa ekki áttað sig enn á því hvernig þjóðfélög virka.  Mjög ungir.  Því að öll eru við býsna mikið tengd hverju öðru og jafnvel meira en við fyrstu sýn.  T.d. er það vissulega á herðum borgarbúa og jafnvel þjóðarinnar ef Bermúdaskál eins verður að vandræðum annars.  Nú getur hver sem er skoðað tölur SÁÁ um fjölda innlagna vegna áfengisneyslu, sjálfsagt eru til opinberar tölur hjá sjúkrahúsum og tryggingafélögum um tjón og slys af völdum áfengisneyslu og ábyggilega eru ófáir sem hafa lent í því, eins og Einar borgarfulltrúi komst að orði: að skitið og migið sé í garðinn hjá því.  Ég þekki fólk í Grjótaþorpinu sem segja þetta reglulegan viðburð um helgar. 

En auðvitað á fullorðið fólk að vera fullfært að taka ákvörðun um neyslu sína, ekki satt?


mbl.is Afhentu Einari Erni áfengisstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað á fólk að fá að stjórna drykkjuvenjum sínum sjálft. Hvernig getur fullorðinn maður eins og þú ýjað að því að alkóhólismi sé afleiðing áfengissölu á skemmtistöðum miðborgarinnar? Mér þykir þetta vera þvílík hræsni hjá þér. Sjálfur ólst ég upp við alkóhólisma annars foreldris og sá sjúkdómur tengist ekki skemmtistöðum bæjarins skal ég segja þér. Þú ættir að skammast þín.

Með þínum rökum mætti segja að fíkiefnaneysla sé einnig afleiðing af... nei bíddu aðeins... hún er bönnuð en samt er hún til staðar? En skrítið!?! Er þetta kannski mannlegt eðli eftir allt saman sem veldur því að menn verði háðir mismunandi hlutum?

Jón (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 20:49

2 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

En kæri Jón minn, ég tengi hvergi alkahólisma við áfengissölu.  Þú þarft að leita lengi til að sjá það hér út.  Samt er augljóslega tenging þar á milli sem þú þó komst auga á.  Og sú tenging hefur ekkert með hræsni mína að gera.  Nú þekki ég eilítið til alkahólisma sjálfur og er þess fullviss að þeir sem lengst sitja og þjóra eiga örugglega við ákveðið vandamál að stríða.  Og ég skammast mín lítið við að minna á það. Heldur þú annars að áfengissjúkt fólk stjórni sínum drykkjuvenjum?

Enda lendir þú í rökleysu því að auðvitað eru tengsl milli fíkniefnasölu og neyslu og það kemur lögum og reglu ekkert við heldur einmitt mannlega eðlinu sem er fíkið.

Ragnar Kristján Gestsson, 23.10.2010 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband