Aðskilnaður menntunar og mannréttinda?
20.10.2010 | 21:44
Líklega eru Vantrúarmenn í essinu sínu einmitt þessa dagana enda eru þeir minnihlutahópurinn sem tókst að ýta mannréttindaráði út í þessa vitleysu. Auðvitað höldum við sem kristin þjóð bæði jól og páska og það eru sjálfsögð mannréttindi barnanna að fá að skilja hvaðan og hvernig þessar hátíðir tengjast okkur. Það er hvort eð er langur vegur frá því að hafa komið inn í kirkju og að hafa öðlast trú. Jafnvel hörðustu vantrúarmenn og -konur ættu að vera mér sammála hér.
Vantrú styður mannréttindaráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Enda er ekkert af þessu sem þú nefnir vandamál.
Það er ekki verið að draga úr trúarfræðslu svo börnin læra eftir sem áður um merkingu jóla og páska. Þær hátíðir verða síðan haldnar áfram í þjóðfélaginu og kirkjan fær 5 milljarða á ári til að minna fólk á hvað þetta snýst um allt saman.
Ekki yfir neinu að kvarta, aðgerðirnar hafa ekki áhrif á neitt af því sem þú týnir til.
Kristinn Theódórsson, 20.10.2010 kl. 21:56
Við erum kristin þjóð segirðu - minnir svolítið á fleyg orð Ingibjargar Sólrúnar um árið - "Þið eruð ekki þjóðin!" Erum við, sem ekki erum kristin, sem sagt ekki hluti af þjóðinni?
Er það ekki hlutverk foreldra að sjá um trúar-uppeldi barna sinna? Af hverju þarf að "outsource-a" það yfir í skólana? Ólíkt Íran og Sádí Arabíu búum við í veraldlegu samfélagi þar sem það á ekki að vera hlutverk ríkis-stofnanna að innprenta "ríkis-trúnni" í saklaus og hrifnæm börn.
Róbert Björnsson, 20.10.2010 kl. 22:50
Sæll Ragnar Kristján.
Þú kynnir þig sérstaklega hér í horninu sem kristinn einstakling, svo ég vænti þess að trúin skipti þig töluverðu máli. Ég ber virðingu fyrir því.
Hvernig finndist þér ef ég fengi að koma í leik- og grunnskóla barna þinna, og halda þar fyrirlestur og segja þeim frá því að Guð sé ekki til, að Jesús hafi kannski verið til, en bara venjulegur góður maður, hálfgerður hippi og byltingarsinni (og alls ekki fæddur af hreinni mey, því það er ekki hægt!) Einnig að Himnaríki sé heldur ekki til og að við breytumst í mold, þegar við deyjum.
Finndist þér þetta í góðu lagi?
Myndi það breyta skoðun þinni, hvort fólk sem tryði öllu ofangreindu væri 10% þjóðarinnar, eða 60% ?
Einar Karl, 20.10.2010 kl. 23:16
Hárrétt mannréttindaráð Reykjavíkurborgar er eitt af fjölmörgum ráðum og nefndum yfirvalda sem að Vantrú stjórnar algerlega á bak við tjöldin
Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.10.2010 kl. 05:26
Sælir strákar, alltaf vakandi fyrir málstaðnum og gefið andstæðingnum ekkert færi. Gott hjá ykkur.
@Kristinn: ég nefndi það sem málið snýst í raun um, trúboð hinsvegar innan skólastofnana er eitthvað sem hægt er að debattera um hvernig ætti að vera. Ykkur finnst, ekkert ólíkt mér, nauðsynlegt að berjast fyrir ungdómnum - ég get auðveldlega borið virðingu fyrir því. Hinsvegar eru markmiðin ólík.
@Róbert: ertu að vísa til uppeldisskyldu ríkisstofnana? Því þannig er þetta í dag. Þegar við sem foreldri tökum við okkur og innprentum börnunum okkar það sem skólinn verður að gera í dag mun þjóðin okkar fara að breytast. En það er líka hægt að velta því fyrir sér hvert sé í raun hlutverk skóla og hvað þurfi að breytast til að þeir fái skilað sínu uppeldisshlutverki aftur til heimilanna. Gott að sjá samherja í þessari baráttu.
@Einar Karl: Já Einar, trúin skiptir mig miklu máli. Og það sem mér þykir e.t.v. sárgrætilegast er hvernig stöðugt er agnúast út í hin ytri einkenni trúarinnar og vísvitandi horft fram hjá því hvað trúin gerir fyrir einstaklinginn. En hérna heldur þú fram þínu trúardogma gegn minni trú og spyrð mig hvað mér þyki? Hvað heldur þú sjálfur?
@Hjalti: þið eruð öflugur þrýstihópur þótt fámenn séuð. Sá nokkra úr ykkar röðum í þjóðfundarþátttakendunum svo dæmi séu tekin. Ég held ekkert um stjórn bak við tjöldin en þið eruð vel skipulögð og margir eldhugar fyrir málstaðnum sem gerir ykkur sterk. (Hélt nú ekki að ég ætti eftir að hrósa Vantrú svona opinberlega)
Ragnar Kristján Gestsson, 21.10.2010 kl. 06:31
Já, ég spyr. Ég ber virðingu fyrir þinni trú. Berð þú virðingu fyrir mínum lífsskoðunum?
Finnst þér sjálfsagt að þinn prestur messi sínu/þínu trúardogma yfir mínum börnum?
Einar Karl, 21.10.2010 kl. 08:54
Hverjir voru það? (gætu vel hafa verið einhverjir af okkur þar, man bara ekki eftir því)
Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.10.2010 kl. 10:48
Ragnar hver seigir að prestar séu best til þess vaxnir að kenna kristin gildi í skólum ? ef ég man rétt þá er kristin kirkja (þjóðkirkja) og sumir klerkar þar inni hafa verið uppvísir um afbrot í starfi, eða brotið gegn börnum og fleira.
Geir Waage Í annarri grein fyrir helgi sagði Geir að þagnarskylda presta væri hafin yfir landslög, jafnvel í tilfelli kynferðisbrota gegn börnum.
Jakob (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 22:44
Maður sér að "usual suspects" eru hérna á fullu.
Af hverju koma þeir aldrei með ein einustu rök sem halda vatni....
...endalausir útúrnsnúningar, og staðlausir stafir. Já, það er þeirra siðferði. Vonandi kemst það aldrei á.
Baldur (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.