Vox populi um trúnaðarbrest.
22.8.2010 | 10:46
Erfitt finnst mér að hugsa til þess að trúnaður sr. Bjarna sé almennt hálfgildur eða að hann skuli yfirhöfuð þurfa að velta vöngum yfir því hvort nauðsyn sé að þegja yfir trúnaðarupplýsingum. Hér er ég samt í ákv. dilemmu því ég er sjálfur í mínu starfi bundinn trúnaði um upplýsingar sem ég fæ. Gagnvart upplýsingum sem ég afla í mínu starfi beygi ég mig undir tilkynningarskylduna (aldrei hefur þó reynt á þetta). Á sama tíma held ég að það sé mjög mikilvægt að til sé stofnun þar sem brotamenn geti leitað til og fengið áheyrn ÁN þess að eiga það á hættu að það sé á allra vitorði. Hversu slæmur sem glæpurinn er hefur þetta fólk líka mannréttindi. Er raunar merkilegt að þurfi að árétta þetta.
Hér snýst því málið EKKI um hvort barnavernd sé nauðsynleg eða hvort misnotkun barna sé eitthvað annað en hræðilegur verknaður. Málið snýst um það hvort prestar geti haldið trausti þeirra sem leita til þeirra eða eins og sr. Bjarni orðar það: hvort hafi orðið trúnaðarbrestur milli presta og þjóðar. Hvort færi maður þá frekar til sr. Bjarna eða sr. Geirs?
Hér snýst því málið EKKI um hvort barnavernd sé nauðsynleg eða hvort misnotkun barna sé eitthvað annað en hræðilegur verknaður. Málið snýst um það hvort prestar geti haldið trausti þeirra sem leita til þeirra eða eins og sr. Bjarni orðar það: hvort hafi orðið trúnaðarbrestur milli presta og þjóðar. Hvort færi maður þá frekar til sr. Bjarna eða sr. Geirs?
Nú þarf Geir Waage að hætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Því getur "blessaður" níðingurinn ekki bara beðið til Guðs um fyrirgefningu? Eftir því sem ég best veit hefur enginn guð nokkurn tímann komið upp um glæpi annarra. Prestar ættu að hafa rétt barna ofar rétti barnaníðinga. Glæpamenn hafa mannréttindi, en fórnarlömb þeirra hafa líka rétt á því að hinn brotlegi verði dæmdur.
Rebekka, 22.8.2010 kl. 11:22
Sálusorgarar eru fæstir umboðsmenn fyrirgefningar Guðs heldur venjulegt fólk með gráðu í guðfræði og löngun til að sjá heiminn verða betri stað. En ekki frekar en náð Guðs flokkar þá niður sem geta fengið fyrirgefningu, eins ættu prestar ekki að hafa rétt eins sóknarbarns til iðrunar ofar öðrum. Til þess er jú þessi trúnaður og fyrir honum berst sr. Geir. Fyrir mér eru annars níðingar ekki blessaðir frekar en aðrir syndarar. En geta orðið það. Eins og aðrir syndarar.
Hvort Guð hafi hinsvegar komið upp um glæpi er e.t.v. nærtækast að benda þér á Biblíuna, þar eru mörg dæmi. Dettur t.d. í hug Jósúabók 7.10, en í raun er Biblían full af stöðum sem segja frá því hvernig íhlutan Guðs mætir réttlátum sem ranglátum. Oft notar Guð síðan fólk til sinna verka og ekki kæmi það mér á óvart að þú hefðir oftsinnis orðið leiðsagnar Hans aðnjótandi án þess að átta þig á hvaðan hjálpin kom.
Ragnar Kristján Gestsson, 22.8.2010 kl. 18:44
Verð að segja að þú ert eflasut ljótasta manneskja sem ég hef séð skrifa hér á mbl.is.
Ef einu af þínum börnum væri nauðgað(og hugsaðu nú útfyrir kassann og margfaldaðu sársaukann)og nauðgarinn fer til prests og viðurkennir brot sitt, hvaða skoðun myndir þú hafa á prestinum ef þú kæmist að hinu rétta??
Taka hlutunum með stóskri ró?? Ég myndi afneita þér sem föður, ert engu betri en gerendur ef þú myndir þaga!!
Guðni Þór Björnsson, 22.8.2010 kl. 22:08
Ekki ver ég orð Geirs en lít einnig á orð Bjarna sem pólitískt upphlaup - hann er frambjóðandi samylkingarinnar og talar sem slíkur - samfylkingin talaði líka flott eftir hrun - kom ekki nálægt því sjálf - hafði aldrei komið nálægt ríkisstjórn áður ( Alþýðuflokkurinn ekki heldur ) og tekur núna frumkvæði í því að selja landið og keyra heimilin í þrot - Bjarni er hluti af þeirri helstefnu - mér væri ósárt að sjá Geir sparkað - EN - Bjarni ætti að fara með honum.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 23.8.2010 kl. 02:15
Þakka ykkur innleggin. Það sem gerir alla umræðu mjög erfiða og flókna er þegar borin eru rök á borð sem eru svo yfirhlaðin tilfinningasemi að kjarni málsins hverfur í hismishrúgunni. Umræða um misnotkun barna er einn svona málaflokkur þar sem skrifendur missa sig flestir út í mjög sálarlega umræðu og fara framhjá því að einhverstaðar eigi og verði að vera hugsaður staður fyrir fólk (og JÁ níðingar eru líka fólk) til að tjá sig gegn trúnaði. Þetta er eins og í umræðunni um forvirku rannsóknirnar hennar Rögnu Á. að einblína þar á það sem hægt er að komast að í stað þess að sjá þetta fyrir það sem þetta í raun er: innrás á einkalíf fólks. Það gæti verið að þyrfti að fara fram umræða um borgaraleg réttindi fólks, hver þau séu og hvort og hvenær það missi þau.
@Ólafur Ingi: Bjarni er mjög tilfinningaríkur prestur og þarf að gæta sín að verða ekki málpípa fólksins um of - hins skrafhreifa meirihluta. Alltaf vandamál þegar t.d. prestur gengst undir stefnu stjórnmálaflokks og þar þarf sterkari taugar en ég held að Bjarni hafi til að halda þessum hlutum aðskildum.
Ragnar Kristján Gestsson, 23.8.2010 kl. 07:59
"Hversu slæmur sem glæpurinn er hefur þetta fólk líka mannréttindi" Nei þetta er hin mesti miskilningur, það er í lagi að þú hafir mannréttindi á meðan það er verið að dæma í málinu en ef manneskja er fundin sek um ofbeldisglæp þá á hún að missa öll réttindi. Það er kannski hart að segja en svona ætti það að vera. Ekki nóg með það, persónulega myndi ég taka hvern þann sem beitti systkyni mín eða börn kynferðislegu ofbeldi af lífi. Ég er tilbúinn til að taka þeirri refsingu sem ég mundi fá, því að kynferðisbrotamenn ættu ekki að fá tækifæri á að brjóta af sér aftur.
Einar (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 15:13
Kæri Einar. Þá ert þú jafnslæmur og m.a.s. sumpart verr staddur en þeir sem þú hatast svo mjög við. Þetta eru fársjúkir menn og þurfa vissulega á lækningu að halda (og allt það umhverfi sem þeir snerta) en að þeir séu réttdræpir af einhverjum sjálfskipuðum Judge Dredd typum - því fer fjarri. Í þínum sporum myndi ég leita mér aðstoðar með þessa reiði.
Ragnar Kristján Gestsson, 31.8.2010 kl. 16:37
Já Einar og eitt enn: ég þakka þér trúnaðinn. Vil líka bæta því við að ég hleyp ekki með IP-töluna þína í lögguna þótt þú hafir opinberað þig sem hugsanlegan morðingja.
Ragnar Kristján Gestsson, 31.8.2010 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.