Oj barasta !!

Mikið rosalega hljómar þetta ógeðslegt.  Dettur helst í hug hormónanaut þeirra Ameríkana sem hafa breytt vaxtarlagi þjóðarinnar, ofvöxtur nautanna hljóp einmitt yfir í holdagerð þeirra sjálfra.  Nú er hér ekki um hormóna að ræða heldur einmitt farið dýpra og fiktað inni í frumuvextinum sjálfum.  Af hverju ætli erfðabreytt matvæli mæti svona mikilli mótstöðu nema einmitt vegna þess að það er farið að breyta sjálfu erfðaefninu til þess eins að ræktendur fái sem mestan gróða - sem hraðastan hagvöxt.  Minnir mig á nýafstaðið tímabil í Íslandssögunni þar sem öllu siðgæði, heiðarleika og réttlæti var kastað fyrir róða fyrir gróða.

Ég ætla örugglega ekki að kaupa þennan fisk!!


mbl.is „Hraðlax“ í búðirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebekka

Eini munurinn sem ég sé á erfðabættum og kynbættum matvælum er hraðinn.  Kynbætur taka margar kynslóðir, en erfðabætur mun færri.

Minnumst nú Normans Borlaug, föður "Grænu byltingarinnar", sem hjálpaði við að afstýra hungursneyðum með þróun á kynbættri hveitiplöntu.  Hefði hann starfað á okkar tímum er vel líklegt að hann hefði notfært sér tæknina og erfðabreytt hveitinu til að hraða ferlinu.

Þetta sagði hann t.d.: "[...]the world has the technology — either available or well advanced in the research pipeline — to feed on a sustainable basis a population of 10 billion people. The more pertinent question today is whether farmers and ranchers will be permitted to use this new technology? While the affluent nations can certainly afford to adopt ultra low-risk positions, and pay more for food produced by the so-called 'organic' methods, the one billion chronically undernourished people of the low income, food-deficit nations cannot."

http://en.wikipedia.org/wiki/Norman_Borlaug 

Rebekka, 28.6.2010 kl. 09:37

2 Smámynd: Aliber

Enginn munur á þessu og bönönunum sem við borðum... Þessi lax er örugglega betri á bragðið líka. :)

mbk,

Aliber, 28.6.2010 kl. 11:15

3 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

@ Rebekka: Þessi hraði er einmitt lykilatriði í gæðum og eftirliti hverrar vöru, atriði sem skilur á milli góðrar og slæmrar vöru.  Það er alltaf freisting að stytta þennan tíma eins mikið og hægt er enda vilja framleiðendur hámarka allan gróða.  Í þessu ljósi rísa upp fyrirtæki eins og Monsano sem reyna að taka yfir markaðinn og stýra framhjá hagsmunum neytenda á kostnað eigin hagsmuna: hámörkun gróða.  Og þá er ég nú hræddur að Norman karlinn snéri sér í gröfinni.

http://www.gmwatch.org/

@Aliber: Enda þótt ég hefði verið að fúlsa við aukabragðinu af laxinum (þetta græðgisbragð af skjótfengnum niðurstöðum á kostnað neytenda) get ég vel ímyndað mér að það finnist líka önnur aukabrögð enda brögð í tafli.  Legg þar til bragðmuninn á eldislaxi v/s villtum máli mínu til stuðnings.

Ragnar Kristján Gestsson, 30.6.2010 kl. 07:47

4 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

@Rebekka: Þetta átti náttúrulega að heita MONSANTO þarna.  Las mér síðan meira til um Norman karlinn í Vikipedia-færslunni hjá þér (undirstrikanir eru mínar):

Borlaug's work has been criticized for bringing large-scale monoculture, input-intensive farming techniques to countries that had previously relied on subsistence farming.  These farming techniques reap large profits for U.S. agribusiness  and agrochemical corporations such as Monsanto Company and have been criticized for widening social inequality in the countries owing to uneven food distribution while forcing a capitalist agenda of U.S. corporations onto countries that had undergone land reform.

Nokkrar greinar um Monsanto sem virðist vera svona Impregilo ræktunarheimsins:

Monsantos Many Attempts to Destroy All Seeds but Their Own

Monsanto v/s US farmers - report

The most evil company on the planet - Monsanto

Ragnar Kristján Gestsson, 30.6.2010 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband