Er þetta 1. apríl gabb ???
21.4.2010 | 16:00
Sorglega vitlaus hugmynd og hversu mjög er hún í takt við útrásina. Allir eru þeir svo uppteknir af sjálfum sér að enginn getur unnt neinum þess að hafa átt nafngiftina - NEMA þeim sem á mest monnípening. Skítt með andagift eða skáldlegt innsæi, horfum framhjá tilfinningu fyrir málinu og frumlegum innblæstri. Sá skal eiga flottastan bílinn, stærsta bankann og flest örnefnin sem er ríkastur. Sá sem á mest í veskinu skal ráða.
Með fullri virðingu fyrir höfundi þessarar hugmyndar: ég hef held ég aldrei heyrt menningarsnauðari dellu en að t.d. parís hilton geti keypt sér rétt til að skíra eitthvað í höfuðið á sér uppi á hálendi Íslands í kraft peninga sinna.
Eins og sonur minn 9 ára segir: kommon?!
Nafn nýrrar eldstöðvar verði boðið upp á eBay | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Af hverju ekki einmitt að nýta sér vitleysuna sem ríkir hjá þeim sem vita ekki aura sinna ráð? Hvað sakar það okkur þó fjall heiti eftir einhverjum í nokkur ár á meðan það bjargar þeim sem eru að missa heimili sín og búskap?
Hildur Sif (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 16:08
Segi það ...
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 16:15
Mér finnst þetta ekki það slæm hugmynd, finnst þú fara svolítið harkalega í að dæma hugmyndina. Mér er slétt sama hvað fjallið hættir næstu 10 árin. Hvað nákvæmlega finnst þér svona rosalega neikvæð við þessa hugmynd? Hvaða skaða mun hún gera?
Segjum að lágmarksboð sé 50 milljónir eða jafnvel meira, og hugmyndin sé markaðset á erlenda aðila frekar en innlenda. Hvaða skaða gerir það okkur og bændum undir eyjafjallajökli ef einhver ríkur kani kaupi rétt á nafni á litlu fjalli, sem alveg eins gæti fallið saman aftur, til 10 ára?
Þetta gæti líka ýtt undir ferðamannastraum á svæðið og til íslands yfir höfuð, enda veitti verðamannaiðnaðinum ekki á í dag.
einar (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 16:16
Ég er sammála þetta er ein sú ömurlegasta hugmynd sem ég hef heyrt lengi.
Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 16:41
Guð minn almáttugur!!! og ég sem hélt að þið hefðuð kannski eitthvað lært af brjálæðinu sem leiddi af sér hrunið! Greinilega ekki! Þetta er heimskulegasta hugmynd sem ég hef heyrt lengi og það að mbl.is skuli éta þetta upp og birta sem frétt sýnir bara á hvaða leið þessi blessaði vefur er!
Enginn með snefil af sjálfsvirðingu og virðingu fyrir náttúrunni myndi selja nafn á fjalli, sama hvort það væri til 10 ára eða 1000. Úr því það stefnir í að við Íslendingar gefum þessum gíg uppi á Fimmvörðuhálsi nafn þá vil ég að við gerum það sjálf og á okkar eigin forsendum, ekki einhverra peningamanna.
Gummi (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 16:42
@Hildur Sif og Einar: Við erum á haus inni í kreppu sem orsakaðist af því að peningafólk fékk að leika lausum hala í fjármálakerfinu okkar, forsetinn lék klappstýru, og pólitíkusar og blaðamenn ultu hver um annan þveran í því að róma og mæra nýríka Nonna (og Thórsa) og kó. Að við skyldum sigla þarna sofandi í strand er sorgleg saga en að við tökum okkur ekki saman í andlitinu, stöndum upp og reynum að bjarga því sem bjargað verður: það má ekki til okkar spyrjast sem þjóðar. NEI - það er ekki allt falt fyrir peninga, við seljum ekki á okkur gíginn þó svo hann líti út eins og pokurinn sjálfur (sem er kannski eina röksemdin fyrir því að við ættum að losna við hann). Og það er EKKI ferðamannastraumurinn sem ákveður hvernig hlutirnir ganga hér á landi, við erum EKKI vændiskonur hvers sem dregur upp budduna og nefnir upphæð. Við ætlum heldur ekki að selja börnin okkar í námur bara af því að einhverjum ríkisbubbanum dettur í hug að gaman væri að sjá hvernig barnaþrælkun hefði litið út hjá víkingum (svo ég reyni að toppa (botna) lágkúruna).
Hugtakið sem er til umræðu er SJÁLFSVIRÐING ÞJÓÐAR.
Ragnar Kristján Gestsson, 21.4.2010 kl. 17:41
Kaffihúsaspékúlarnir strike again.
Ég sé ekkert að því að selja réttin til að nefna eina skitna eldstöð, sem mun varla vera í tali manna eftir nokkrar vikur, til að styrkja bændur sem hafa orðið fyrir skaða utaf þessu gjóskugosi, Bjargráðasjóður er tómur og ef Ríkið á að hjálpa bændum þá þarf Ríkið að taka til þess lán.
Held að fólk gerir sér ekki grein fyrir skaðanum sem bændur þarna hafa orðið fyrir og ef þetta nafnadæmi verður vinsælt og hægt verður að fjármagna aðstoð við bændur í gegnum söluna á þessu nafni þá er bara um að gera að selja þetta en ef það á að framkvæma hugmyndina þá þarf að gera það fljótt á meðan þetta er ennþá í fjölmiðlum útum allan heim.
En annars þá getum við alveg eins tekið lán fyrir þessu, hvað eru nokkrar milljónir í lán útaf þessu við hliðina á AGS og Icesave?.
Jóhannes H. Laxdal, 21.4.2010 kl. 18:28
@Jóhannes: ég held ég sé ekki kaffihúsaspekúlant. Hinsvegar er ég mér meðvitaður um hvað, ekki bara bændur, heldur öll þjóðin hefur þurft að berjast fyrir því að hér sé land og þjóð og þjóðtunga. Ég hef ekkert meira á móti „easy buck“ en sá næsti en mér finnst býsna hart að þurfa að selja mig hæstbjóðandi fyrir nánasarlega ölmusu. Sem íslendingi finnst síðan sárt að horfa uppá ríkisstjórnina, rjóma íslenskra stjórnmála, hreinlega standa í biðröð, biðlandi á hnjánum til hvers sem er bara til að bera í bætifláka fyrir fjármálasukk undangengina kynslóða af rjóma íslenskra stjórnmála.
Ég var minntur á það í dag að þegar gosið í Vestmannaeyjum var var uppi fótur og fit og fólk streymdi af meginlandinu til Eyja að hjálpa til. Í dag hvarflar ekki að okkur að fara að Eyjafjöllum nema til að taka myndir og stólum á að einhverjir millar reddi okkur undan einhverskonar samkennd. Þannig getum við treyst á að Ebay reddi málunu og við séum áfram stikkfrí. Hvað er ein skitin eldstöð í samanburði við það sem við sem þjóð gætum áorkað með því að mæta á svæði með skóflur og taka til höndum.
Ragnar Kristján Gestsson, 21.4.2010 kl. 21:21
Ættir að athuga þetta ef þig langar að leggja lið við að hjálpa fólkinu:
http://www.facebook.com/topic.php?uid=110563658980837&topic=40#!/group.php?gid=114442671912410&ref=mf
Hildur Sif (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 22:01
Ætlaði að senda þér þennan líka:
http://www.facebook.com/group.php?gid=110563658980837
Hildur Sif (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 22:02
Hvað er skemmtilegra en að hafa sett eins og eitt land á hausinn, sitja í útlöndum með fullt af peningum sem tókst að stinga undan og njóta lífsins á meðan Íslendingar eru skildir eftir í kreppu næstu fjölmörgu árin ?
Nú það er að hafa sett eins og eitt land á hausinn, sitja í útlöndum með fullt af peningum sem tókst að stinga undan og njóta lífsins á meðan Íslendingar eru skildir eftir í kreppu næstu fjölmörgu árin OG KAUPA SVO NAFNIÐ "JÓN ÁSGEIRSGÍGUR" EÐA "BJÖRGÚLFSBAKKAR". Já það væri gaman að sjá þessi nöfn í hvert skipti sem landakort yrði skoðað. Svo þyrfti að sjálfsögðu að breyta landakortum í hvert skipti sem einhver nýr keypti nafnið.
Og hver segir að Paris Hilton eða Bin Laden myndi kalla eldfjall eftir sjálfri sér ? Hollywood liðið myndi örugglega skíra það eftir hundinum sínum eða gælusvíninu sínu.
En að hafa kvaðir á uppboðinu ? Að það þurfi að passa inn í íslenska málfræði og að ákveðin nefnd þurfi að samþykkja nafnið ?
Snowman, 22.4.2010 kl. 00:24
P.S.
Það verður líklega stór hola / gat þegar þetta er kulnað svo ég sting uppá að gígurinn muni heita "Ríkiskassinn"
Snowman, 22.4.2010 kl. 00:27
Ég held að sannur íslendingur selji ekki sálu sína fyrir pening. Við getum allveg hjálpað fólkinu að byggja upp landið sitt, nóg er af atvinnulausu fólki á markaðinum sem hefði bara gaman að því að taka höndum saman, og dreyfa huganum við annað en sitt eigið vonleysi, ríkið gjæti borgað bensína á vinnuvélar og heitt kakó og flatbrauð handa viljugum höndum. Hvar er ævintýramennskan og þjónustulund við náungann
Ásta María H Jensen, 22.4.2010 kl. 01:03
@Hildur Sif: ég er sjálfur ekki lengur inni á Facebook, fannst þetta fyrirbæri upp til hópa styðja svona passíva þátttöku (allir í orði en enginn á borði). En þetta er gott framtak, glotti nú þegar ég sá að í öðrum hópnum eru tæplega 10 þúsund manns. Þú ert sjálfsagt búin að skrá þig og ákveða hvenær þú ferð að hjálpa? En grínlaust, þá gleðst ég yfir hverjum sem yfirvinnur letina í sjálfum sér vegna náungans. En þessi umræðuþráður spannst út frá hve mér blöskraði tilhugsunin við Baugsmörk (Þórsmörk) Gateshlíð (Öskjuhlíð) eða Jaggersfjall (Ingólfsfjall)
@Snowman: Já, hræðileg tilhugsun. Björgúlfsbakkar (aulahrollur).
@Ásta María: Það er einmitt vandamálið, þjónustulund við náungann breyttist í „góð“-ærinu yfir í launuð-störf-eða-ekkert. Ævintýramennska varð að útrás og hugtakið „atvinnuleysingi“ notaðist annað tveggja yfir auminga eða svindlara á kerfinu. Mál að þessu verði breytt. Kannski við tökum bara líka með brúsa af dísil á vélarnar?
Ragnar Kristján Gestsson, 22.4.2010 kl. 08:33
Ragnar, annars heyrði ég aðra tillögu til að fjármagna aðstoð til þeirra sem þurfa á að halda. Selja öskuna í litlum skömmtum og byrja strax á meðan hraunið er heitt. Setja á E-Bay og aðrað síður. Þetta er eitthvað sem hefur snert stóran hluta af heiminum. Mun betri hugmynd en nafngiftir
Snowman, 22.4.2010 kl. 13:14
Þetta er einmitt hugmynd Snowman að selja öskuna. http://www.facebook.com/asta.jensen?ref=profile#!/group.php?gid=110385469000860&ref=mf
Gerist meðlimir og svo fer maður til Rískisstjírnarinnar og fær leyfi og aðstoð til að fjármagna ílát og vélar sem þarf í verið. Það væri lausn til að koma Icesave frá svo að það sé hægt að aðstoða fólkið undir Eyjafjöllum.
Ásta María H Jensen, 22.4.2010 kl. 16:20
@snowman: þetta lýst mér t.d. mun betur á, þarna skapar gosholan afurð sem er seld - viðskipti - þar sem kaupandi og seljandi mætast á jafnréttisgrundvelli. Sætir litlir hraunmolar á stalli með skilti undir: My friend went to see the Eee-fjeel-you-kull and all I got was this lousy lavapiece. Eða eitthvað svoleiðis
Ragnar Kristján Gestsson, 22.4.2010 kl. 17:44
Mér skal m.a.s. opna fyrir síðu fyrir hugmyndaflæði hvernig mætti búa til litla sæta túristahluti til að okra á þeim blessuðum. Hérmeð auglýst eftir brilljant hugmyndum og minna-brilljant hugmyndum og jafnvel frekar slöppum hugmyndum o.s.fr. Ásta María, ég er viss um að ríkisstjórnin væri til í að styðja þetta framtak enda stuðlar það að aukinni ásókn í krónuna sem gjaldmiðil. Því meiri velta því glaðari stjórnmálamenn! Þannig var það allavega fyrir 2007
Ragnar Kristján Gestsson, 22.4.2010 kl. 18:07
Hvað er eiginlega málið með þig? Afhverju ekki? Mér finnst þetta frábær hugmynd!
Bændurnir fá svo peninginn ;) Viltu ekki hjálpa þeim?
Svo fáum við umfjöllun um þetta í blöðum erlendis og ferðamenn vilja koma og ganga þetta fjall! Brilljant!
Marialena (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 18:55
@ Marialenna, nú er ég búinn að tjá mig um það af hverju mér finnst þetta slæm hugmynd - kjarninn í því er að mér þykir lítið til þess koma að framkvæma einhvers gjörning af þessu tagi til þess eins að sitja slippari upp en áður. Þá er betur heima setið en af stað farið. Mín rök er á þá leið að við séum með þessu móti að saga greinina af sem við sitjum á. Miklu snjallari leið er að hjálpa bændunum annað hvort praktístk eins og hún Hildur Sif reynir að ota að mér, nú eða með því að nota þetta eldgos til einhvers, t.d. með því að framkvæma einhverja stórkostlega viðskiptahugmynd og fjármagna þannig uppbyggingu þessa svæðis.
Ragnar Kristján Gestsson, 22.4.2010 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.